Bandarískir Demókratar unnu mikilvæga sigra Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2017 08:10 Demókratinn Ralph Northam verður næsti ríkisstjóri Virginíu. Vísir/AFP Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45