Breytt borg og horfnar sjoppur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:00 Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn." Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn."
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira