Senda Trump skýr skilaboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Trans konan Danica Roem hirti þingsæti í fulltrúadeild Virginíuþings af sjálftitlaða hommahataranum Bob Marshall. Nordicphotos/AFP Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira