Marta Jónsdóttir tók við stöðu formanns hjúkrunarráðs Landspítala í byrjun mánaðar. Hún tekur við stöðunni af Guðríði Kristínu Þórðardóttur sem hefur verið formaður ráðsins síðastliðin þrjú ár.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans eiga sæti í ráðinu.
„Hlutverk hjúkrunarráðs er meðal annars að vera faglegur, ráðgefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður Landspítala og stjórnendur hans. Hjúkrunarráð á frumkvæði að og er vettvangur umræðna um hjúkrun innan stofnunar og utan. Hjúkrunarráð hvetur til þess að hjúkrun á Landspítala sé byggð á gagnreyndri þekkingu þar sem markmiðið er að veita árangursríka hjúkrun.
Marta útskrifaðist með BSc í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2010 og MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík í júní 2017. Hún vann á hjartadeild Landspítala með námi til 2012, síðan á hjartaþræðingarstofu til 2014. Hún var aðstoðardeildarstjóri á meltingar- og nýrnadeild frá 2014-2016.
Frá hausti 2016 hefur Marta verið verkefnastjóri á menntadeild. Helstu verkefni hennar hafa verið námskeið sem miða að því að bæta öryggi og efla teymisvinnu meðal starfsfólks Landspítala,“ segir í tilkynningunni.
Marta nýr formaður hjúkrunarráðs Landspítalans
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent


Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent