Umbrot Ari Trausti Guðmundsson skrifar 30. október 2017 07:00 Í umbrotunum á undan kosningunum bar nokkuð á því að sumar megineldstöðvar landsins minntu á sig. Vöktunarkerfi Veðurstofunnar er mjög gott og veitir vefsíða hennar okkur sjaldgæfa innsýn í snörl og hristing í innviðum helstu eldstöðvakerfa landsins, einkum í virkni í miðlægum eldfjöllum (megineldstöðvunum). Jarðskjálftavirkni er lífleg á Íslandi. Það sést glöggt á vefsíðunni góðu og má rekja mest af skjálftum til hreyfinga jarðflekanna sem mjakast í gagnstæðar áttir um svæði sem liggur á ská þvert yfir landið og á Suðurlandi og úti fyrir Norðausturlandi. Nú er vert að fylgjast vel með fimm megineldstöðvum: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu og Öræfajökli. Í Heklu hefur smáskjálftavirkni aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð. Dýpi á allmargra smærri skjálfta bendir til innkomu kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar þess lyftast, og öskjubotninn hreyfist, Grímsvötn er sú megineldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og 2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli. Nokkurt landris hefur mælst þar, sem að hluta stafar af rýrnun jökulsins. Tíðni allharðra skjálfta í öskju eldfjallsins eykst og dýpi á suma smærri skjálftana er á bilinu 15-25 km. Það getur einna helst vísað til kviku á ferð. Frammi fyrir því er mikilvægt að hækka og styrkja veggarð við fjallsendann skammt frá Höfðabrekku sem á að varna vatnsflaumi leið inn að Vík. Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að stærð. Hér verður löng saga eldstöðvanna og geta þeirra til umbrota ekki rakin en minnt á að við erum að mörgu leyti vel undir eldgos búin. Gosin eru engu að síður ávallt óskrifað blað og gott að efla vöktun, rannsóknir og viðbúnað.Höfundur er jarðvísinda- og þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í umbrotunum á undan kosningunum bar nokkuð á því að sumar megineldstöðvar landsins minntu á sig. Vöktunarkerfi Veðurstofunnar er mjög gott og veitir vefsíða hennar okkur sjaldgæfa innsýn í snörl og hristing í innviðum helstu eldstöðvakerfa landsins, einkum í virkni í miðlægum eldfjöllum (megineldstöðvunum). Jarðskjálftavirkni er lífleg á Íslandi. Það sést glöggt á vefsíðunni góðu og má rekja mest af skjálftum til hreyfinga jarðflekanna sem mjakast í gagnstæðar áttir um svæði sem liggur á ská þvert yfir landið og á Suðurlandi og úti fyrir Norðausturlandi. Nú er vert að fylgjast vel með fimm megineldstöðvum: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu og Öræfajökli. Í Heklu hefur smáskjálftavirkni aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð. Dýpi á allmargra smærri skjálfta bendir til innkomu kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar þess lyftast, og öskjubotninn hreyfist, Grímsvötn er sú megineldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og 2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli. Nokkurt landris hefur mælst þar, sem að hluta stafar af rýrnun jökulsins. Tíðni allharðra skjálfta í öskju eldfjallsins eykst og dýpi á suma smærri skjálftana er á bilinu 15-25 km. Það getur einna helst vísað til kviku á ferð. Frammi fyrir því er mikilvægt að hækka og styrkja veggarð við fjallsendann skammt frá Höfðabrekku sem á að varna vatnsflaumi leið inn að Vík. Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að stærð. Hér verður löng saga eldstöðvanna og geta þeirra til umbrota ekki rakin en minnt á að við erum að mörgu leyti vel undir eldgos búin. Gosin eru engu að síður ávallt óskrifað blað og gott að efla vöktun, rannsóknir og viðbúnað.Höfundur er jarðvísinda- og þingmaður
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar