Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 10:39 Kolaorkuver spúir reyk út í andrúmsloftið. Styrkur koltvísýrings hefur ekki verið hærri í því í hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir ára. Vísir/AFP Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun. Loftslagsmál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun.
Loftslagsmál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira