Að blekkja Hörður Ægisson skrifar 20. október 2017 06:00 Skattheimta á Íslandi er ein sú mesta á meðal þróaðri ríkja. Af umræðunni að dæma í aðdraganda kosninga mætti samt halda annað. Í stað þess að kosningarnar snúist um glórulausar hugmyndir um að auka verulega ríkisútgjöld á toppi hagsveiflunnar, með tilheyrandi skattahækkunum á almenning, væri fremur tilefni til að ræða um hvernig megi sýna meiri ráðdeild og sparnað í ríkisrekstri. Því fer hins vegar fjarri. Flestir flokkar keppast um að yfirbjóða hver annan í óábyrgum útgjaldaloforðum. Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs aukist árlega um 50 til 75 milljarða á árunum 2018 til 2022. Öllum má vera ljóst að útgjaldaaukning af slíkri stærðargráðu, sem nemur um öllum greiddum tekjuskatti fyrirtækja á þessu ári, verður ekki fjármögnuð nema með umtalsverðum skattahækkunum. Þetta á ekki að þarfnast útskýringa. Sömu flokkar hafa hins vegar að mestu látið hjá líða að gera grein fyrir því hvaðan fjármunirnir eigi að koma – nema þá aðeins að ekki standi til að hækka skatta á almenning. Þess í stað eigi að hækka útgjöldin með sérstakri skattlagningu á ríkasta og tekjuhæsta hópinn í samfélaginu. Ekki er þetta trúverðugur málflutningur. Hversu miklu gæti upptaka hátekju- og auðlegðarskatta skilað? Í greiningu sem birtist í Markaðnum í vikunni var sýnt fram á að 48 til 76 prósenta hátekjuskattur á þá sem hafa meira en 25 milljónir í árslaun myndi auka skatttekjur ríkisins um 159 milljónir til 2,7 milljarða á ársgrundvelli. Þá gæti auðlegðarskattur sem lagður yrði á hreina eign að virði 150 milljónir skilað 5,1 milljarði upp í allt að 10,2 milljarða, eftir því við hvaða skatthlutfall er miðað. Þessar tölur eru hins vegar án efa mikið ofmat. Fólk og fyrirtæki bregðast við skattahækkunum með því, svo dæmi sé tekið, að draga úr vinnuframlagi og fjárfestingum. Þá er raunveruleikinn sá, núna þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin, að fjárfestar geta fært eignir sínar úr landi, kjósi þeir svo. Ísland er ekki lengur eyland. Forsvarsmenn flokkanna reyna nú að draga í land og gera lítið úr fyrri málflutningi sínum um að til hafi staðið að fjármagna kosningaloforðin einkum með hátekju- og eignasköttum. Þannig benda þeir á að það sé einnig hægt að sækja fjármuni með auknu skattaeftirliti, enn meiri álögum á sjávarútvegsfyrirtæki og arðgreiðslum úr bönkunum. Sjávarútvegsfyrirtæki greiða nú þegar um fjörutíu prósent af hagnaði sínum í opinber gjöld og því vandséð að hækkun veiðigjalds geti skilað miklum tekjum til ríkissjóðs. Á komandi árum verður vissulega svigrúm fyrir sérstakar arðgreiðslur úr bönkunum til ríkissjóðs en þeim verður samt að ráðstafa til niðurgreiðslu skulda og fjárfestinga í innviðauppbyggingu og þannig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar. Það væri glapræði við núverandi efnahagsaðstæður að ætla að nýta slíkar einskiptistekjur til að standa undir auknum ríkisútgjöldum. Staðreyndin er sú að tillögur um að stórauka útgjöld ríkissjóðs um tugi milljarða á hverju ári, án þess að ráðast í skattahækkanir á millitekjufólk, standast enga skoðun. Tekjujöfnuður er hvergi meiri meðal þróaðri ríkja en á Íslandi sem er einmitt ástæða þess að jafnvel mjög hár hátekjuskattur myndi skila afar litlum viðbótartekjum í ríkissjóð. Um þetta er óþarfi að deila. Kjósendur eru ekki fífl og þeir munu sjá í gegnum þann blekkingarleik sem sumir stjórnmálaflokkar hafa kosið að bjóða upp á.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Skattheimta á Íslandi er ein sú mesta á meðal þróaðri ríkja. Af umræðunni að dæma í aðdraganda kosninga mætti samt halda annað. Í stað þess að kosningarnar snúist um glórulausar hugmyndir um að auka verulega ríkisútgjöld á toppi hagsveiflunnar, með tilheyrandi skattahækkunum á almenning, væri fremur tilefni til að ræða um hvernig megi sýna meiri ráðdeild og sparnað í ríkisrekstri. Því fer hins vegar fjarri. Flestir flokkar keppast um að yfirbjóða hver annan í óábyrgum útgjaldaloforðum. Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs aukist árlega um 50 til 75 milljarða á árunum 2018 til 2022. Öllum má vera ljóst að útgjaldaaukning af slíkri stærðargráðu, sem nemur um öllum greiddum tekjuskatti fyrirtækja á þessu ári, verður ekki fjármögnuð nema með umtalsverðum skattahækkunum. Þetta á ekki að þarfnast útskýringa. Sömu flokkar hafa hins vegar að mestu látið hjá líða að gera grein fyrir því hvaðan fjármunirnir eigi að koma – nema þá aðeins að ekki standi til að hækka skatta á almenning. Þess í stað eigi að hækka útgjöldin með sérstakri skattlagningu á ríkasta og tekjuhæsta hópinn í samfélaginu. Ekki er þetta trúverðugur málflutningur. Hversu miklu gæti upptaka hátekju- og auðlegðarskatta skilað? Í greiningu sem birtist í Markaðnum í vikunni var sýnt fram á að 48 til 76 prósenta hátekjuskattur á þá sem hafa meira en 25 milljónir í árslaun myndi auka skatttekjur ríkisins um 159 milljónir til 2,7 milljarða á ársgrundvelli. Þá gæti auðlegðarskattur sem lagður yrði á hreina eign að virði 150 milljónir skilað 5,1 milljarði upp í allt að 10,2 milljarða, eftir því við hvaða skatthlutfall er miðað. Þessar tölur eru hins vegar án efa mikið ofmat. Fólk og fyrirtæki bregðast við skattahækkunum með því, svo dæmi sé tekið, að draga úr vinnuframlagi og fjárfestingum. Þá er raunveruleikinn sá, núna þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin, að fjárfestar geta fært eignir sínar úr landi, kjósi þeir svo. Ísland er ekki lengur eyland. Forsvarsmenn flokkanna reyna nú að draga í land og gera lítið úr fyrri málflutningi sínum um að til hafi staðið að fjármagna kosningaloforðin einkum með hátekju- og eignasköttum. Þannig benda þeir á að það sé einnig hægt að sækja fjármuni með auknu skattaeftirliti, enn meiri álögum á sjávarútvegsfyrirtæki og arðgreiðslum úr bönkunum. Sjávarútvegsfyrirtæki greiða nú þegar um fjörutíu prósent af hagnaði sínum í opinber gjöld og því vandséð að hækkun veiðigjalds geti skilað miklum tekjum til ríkissjóðs. Á komandi árum verður vissulega svigrúm fyrir sérstakar arðgreiðslur úr bönkunum til ríkissjóðs en þeim verður samt að ráðstafa til niðurgreiðslu skulda og fjárfestinga í innviðauppbyggingu og þannig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar. Það væri glapræði við núverandi efnahagsaðstæður að ætla að nýta slíkar einskiptistekjur til að standa undir auknum ríkisútgjöldum. Staðreyndin er sú að tillögur um að stórauka útgjöld ríkissjóðs um tugi milljarða á hverju ári, án þess að ráðast í skattahækkanir á millitekjufólk, standast enga skoðun. Tekjujöfnuður er hvergi meiri meðal þróaðri ríkja en á Íslandi sem er einmitt ástæða þess að jafnvel mjög hár hátekjuskattur myndi skila afar litlum viðbótartekjum í ríkissjóð. Um þetta er óþarfi að deila. Kjósendur eru ekki fífl og þeir munu sjá í gegnum þann blekkingarleik sem sumir stjórnmálaflokkar hafa kosið að bjóða upp á.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun