Ætla má að þetta sé vísun til lögbannsins á umfjöllun Stundarinnar um viðskipti forsætisráðherra fyrir fall bankanna árið 2008. Umfjöllunina vann blaðið upp úr gögnum frá hinum fallna Glitni og fór eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo þess á leit við Sýslumanninn í Reykjavík að frekari umfjöllun yrði bönnuð til að tryggja hagsmuni „þúsunda fyrrverandi viðskiptavina bankans.“
Sjá einnig: Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun
Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við tryggingafélag eignarhaldsfélagsins svo að forðast mætti skaðabótakröfur.
Lögbannið hefur sætt harðri gagnrýni og hafa félagasamtök á borð við Blaðamannafélag Íslands, sem og fjöldi þingmanna, farið fram á því verði hnekkt.
Forsíðu Stundarinnar má sjá hér að neðan.
