Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 16:01 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. Fjöldi fólks hefur fordæmt og mótmælt banninu á samfélagsmiðlum og þá hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér yfirlýsingar vegna lögbannsins en Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fordæmdi lögbannið í gær. Rithöfundasambandið sendi svo frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun og fordæmdi lögbannið einnig. „Yfirvöldum í lýðræðissamfélagi ber skylda til að standa vörð um tjáningarfrelsið. Málfrelsi og frelsi einstaklinga og fjölmiðla til tjáningar og umfjöllunar er hornsteinn siðmenningar og lýðræðis.Valdbeiting gegn tjáningarfrelsi er aðför gegn lýðræðinu. Við hörmum að slíkt geti gerst í okkar upplýsta landi og skorum á sýslumann að afturkalla lögbann sitt. Lifi tjáningarfrelsið,“ sagi í yfirlýsingu Rithöfundasambandsins. Þá sendu PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið og vinna þeim málstað gagn heima og erlendis, einnig frá sér yfirlýsingu vegna lögbannsins þar sem það er líka fordæmt. „Það er óþolandi árás á tjáningarfrelsið að hægt sé að stöðva samfélagslega umræðu um mál sem varðar almenning án rannsóknar á því hvort viðkomandi fjölmiðlar hafi brotið lög og án efnislegrar fyrirtöku fyrir dómstólum og niðurstöðu þeirra. Aðfarir sýslumanns við lögbannsúrskurðinn, þar sem ekki var gert ráð fyrir því að forsvarsmenn Stundarinnar og Reykjavík Media hefðu svigrúm til þess að kalla eftir lögfræðiaðstoð og undirbúa andmæli við lögbannskröfunni, minna á rassíur yfirvalda í einræðisríkjum gagnvart fjölmiðlum og skapa hættulegt fordæmi. Tímasetning lögbannsins í aðdraganda alþingiskosninga gefur svo tilefni til grunsemda um að baki þess liggi stjórnmálalegar ástæður. Íslenskt réttarkerfi og opinberar stofnanir eiga að vera hafnar yfir allan vafa um slíkt, sérstaklega þegar um er að ræða frelsi blaðamanna, eina af grundvallarstoðum þess lýðæðisríkis sem Ísland reynir að vera. PEN á Íslandi krefst þess að Sýslumaðurinn í Reykjavík dragi lögbannsúrskurð sinn til baka og hvetur til þess að fram fari rannsókn á framgöngu sýslumanns í málinu öllu. Við skorum svo á næsta þing að hefja tafarlausa endurskoðun þeirra laga sem gera slíkar atlögur að tjáningarfrelsinu mögulegar,“ segir í yfirlýsingu PEN. Félag fréttamanna á RÚV sendi svo frá sér yfirlýsingu síðdegis en félagið fordæmir lögbannið líkt og önnur félagasamtök. „Félag fréttamanna fordæmir ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr þrotabúi Glitnis. Í stjórnarskránni kemur fram að ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Þá megi aðeins setja tjáningarfrelsi skorður ef þær teljist nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þá kemur fram í lögum um fjölmiðla að markmið þeirra sé að stuðla að tjáningarfrelsi og rétti til upplýsinga. Félag fréttamanna bendir á að frjálsir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki fyrir lýðræði og sú umfjöllun, sem Stundin og Reykjavík Media hafa unnið upp úr gögnum þrotabúss Glitnis, varðar hagsmuni almennings. Félagið telur að lögbann sýslumanns gangi þvert gegn ofangreindum ákvæðum stjórnarskrár og fjölmiðlalaga. Félagið lítur það mjög alvarlegum augum að umfjöllun af þessu tagi sé stöðvuð,“ segir í yfirlýsingu Félags fréttamanna á RÚV. Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. Fjöldi fólks hefur fordæmt og mótmælt banninu á samfélagsmiðlum og þá hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér yfirlýsingar vegna lögbannsins en Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fordæmdi lögbannið í gær. Rithöfundasambandið sendi svo frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun og fordæmdi lögbannið einnig. „Yfirvöldum í lýðræðissamfélagi ber skylda til að standa vörð um tjáningarfrelsið. Málfrelsi og frelsi einstaklinga og fjölmiðla til tjáningar og umfjöllunar er hornsteinn siðmenningar og lýðræðis.Valdbeiting gegn tjáningarfrelsi er aðför gegn lýðræðinu. Við hörmum að slíkt geti gerst í okkar upplýsta landi og skorum á sýslumann að afturkalla lögbann sitt. Lifi tjáningarfrelsið,“ sagi í yfirlýsingu Rithöfundasambandsins. Þá sendu PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið og vinna þeim málstað gagn heima og erlendis, einnig frá sér yfirlýsingu vegna lögbannsins þar sem það er líka fordæmt. „Það er óþolandi árás á tjáningarfrelsið að hægt sé að stöðva samfélagslega umræðu um mál sem varðar almenning án rannsóknar á því hvort viðkomandi fjölmiðlar hafi brotið lög og án efnislegrar fyrirtöku fyrir dómstólum og niðurstöðu þeirra. Aðfarir sýslumanns við lögbannsúrskurðinn, þar sem ekki var gert ráð fyrir því að forsvarsmenn Stundarinnar og Reykjavík Media hefðu svigrúm til þess að kalla eftir lögfræðiaðstoð og undirbúa andmæli við lögbannskröfunni, minna á rassíur yfirvalda í einræðisríkjum gagnvart fjölmiðlum og skapa hættulegt fordæmi. Tímasetning lögbannsins í aðdraganda alþingiskosninga gefur svo tilefni til grunsemda um að baki þess liggi stjórnmálalegar ástæður. Íslenskt réttarkerfi og opinberar stofnanir eiga að vera hafnar yfir allan vafa um slíkt, sérstaklega þegar um er að ræða frelsi blaðamanna, eina af grundvallarstoðum þess lýðæðisríkis sem Ísland reynir að vera. PEN á Íslandi krefst þess að Sýslumaðurinn í Reykjavík dragi lögbannsúrskurð sinn til baka og hvetur til þess að fram fari rannsókn á framgöngu sýslumanns í málinu öllu. Við skorum svo á næsta þing að hefja tafarlausa endurskoðun þeirra laga sem gera slíkar atlögur að tjáningarfrelsinu mögulegar,“ segir í yfirlýsingu PEN. Félag fréttamanna á RÚV sendi svo frá sér yfirlýsingu síðdegis en félagið fordæmir lögbannið líkt og önnur félagasamtök. „Félag fréttamanna fordæmir ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr þrotabúi Glitnis. Í stjórnarskránni kemur fram að ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Þá megi aðeins setja tjáningarfrelsi skorður ef þær teljist nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þá kemur fram í lögum um fjölmiðla að markmið þeirra sé að stuðla að tjáningarfrelsi og rétti til upplýsinga. Félag fréttamanna bendir á að frjálsir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki fyrir lýðræði og sú umfjöllun, sem Stundin og Reykjavík Media hafa unnið upp úr gögnum þrotabúss Glitnis, varðar hagsmuni almennings. Félagið telur að lögbann sýslumanns gangi þvert gegn ofangreindum ákvæðum stjórnarskrár og fjölmiðlalaga. Félagið lítur það mjög alvarlegum augum að umfjöllun af þessu tagi sé stöðvuð,“ segir í yfirlýsingu Félags fréttamanna á RÚV.
Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent