Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2017 21:22 Tyler Tenbrink þegar hann yfirgaf ræðu Richard Spencer. Vísir/Getty Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira