Alfreð Finnbogason spilaði 72 mínútur í tapi Augsburg gegn Hannover í þýsku Bundesligunni í fótbolta.
Michael Gregoritsch kom heimamönnum yfir á 33. mínútu, en Niclas Fullkrug jafnaði fyrir Hannover á 77. mínútu.
Fulkrug bætti svo öðru marki sínu við á 90. mínútu og tryggði Hannover sigurinn.
Borussia Dortmund gerði 2-2 jafntefli þegar liðið sótti Frankfurt heim.
Nuri Sahin og Maximilian Philipp komu Dortmund yfir áður en Marius Wolf og Sebastien Haller skoruðu fyrir Frankfurt.
Bayer Leverkusen valtaði 1-5 yfir Monchengladbach og Leipzig vann Stuttgart 1-0.
