Fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2017 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir.
Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00
Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30