Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2017 21:00 Atli Óskar Fjalarsson skapar strákum vettvang til að ræða erfið málefni. Vísir/Vilhelm Atli Óskar Fjalarsson, leikari, stofnaði í dag Facebookhópinn Strákahittingur en markmiðið með hópnum er að losa stráka úr viðjum skaðlegra kynhlutverka og staðalmynda sem halda aftur af þeim. Atli vill skapa strákum öruggt rými til þess að ræða ýmis mál sem varða karla eins og ofbeldi, sjálfsvígshættu, einangrun, vímuefnavanda, fæðingarorlof. Kveikjan að hugmyndinni var grein Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, rithöfundar, fyrirlesara og leikskálds, sem ber heitið „Áskorun um #strákahitting“ en í greininni hvetur hún karlmenn til að efna til átaks sem gangi út á að efla vináttu, ábyrgðarkennd og samstöðu. Þórdísi er umhugað um að karlar hjálpist að við að rækta heilbrigð viðhorf í vinahópnum sínum. „Mér fannst þetta bara svo ótrúlega flott og þarft, sérstaklega í kjölfarið á #metoo hreyfingunni. Ég í rauninni setti þetta bara inn sem status og fékk fullt af like-um og margt fólk sem kommentaði sem fannst þetta svo þarft og síðan var einn strákurinn sem stakk upp á því að það væri kannski sniðugt að stofna hóp þannig að ég bara stökk til og gerði það,“ segir Atli í samtali við Vísi um tilurð hópsins.Finnst þér strákar ekki hafa brugðist nægilega fljótt við þegar kemur að því að segja skilið við íþyngjandi karlmennskuhugmyndir? Hafa þeir kannski ekki í jafn miklum mæli og konur gert sér grein fyrir kostum þess? „Ég held það sé bara erfiðara fyrir karla að tjá sig um tilfinningar. Þegar koma svona frábær átök eins og #metoo og #höfum hátt og allt þetta sem hefur verið að gerast síðustu ár þá finnst mér eins og þeir átti sig ekki alveg á því hvernig þeir eigi að bregðast við því. Mörgum okkar finnst þetta ofboðslega flott framtak og við viljum leggja okkar af mörkum og taka þátt en ég held að sumum finnist eins og þeir standi svolítið útundan og kunni ekki alveg að bregðast jákvætt við því,“ segir Atli sem segir stráka hvorki hafa haft tólin né vettvanginn til þess að ræða þessi mál fyrr nú.Hópurinn miðar að því að strákar geti tjáð sig um alls konar málefni í öruggu rými.Skjáskot af FacebookAð sögn Atla er hópurinn hugsaður sem öruggt rými þar sem strákar geti rætt málin af fyllstu auðmýkt og einlægni. „Algjörlega og án þess að einhver sé að dæma mann eða án þess að maður þurfi eitthvað að vera að sýna sig eða sanna.“ Í hópnum sé þess krafist að allir séu passasamir varðandi sálarlíf hvers annars. Í hópnum verður meðal annars rætt um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Ég held að öll þessi vandamál karla séu þess eðlis að það megi klárlega rekja einhverja tengingu þarna á milli. Það er ástæða fyrir því að við erum upp til hópa lokaðri og ég held það megi rekja til þess að við fremjum frekar glæpi,“ segir Atli sem bætir auk þess við: „Mér finnst tími til kominn að við förum að laga vandann þaðan sem hann kemur.“Telurðu að samfélagið þurfi í auknum mæli að hlúa að tilfinningamálum drengja og að blása til vitundarvakningar um að það sé eðlilegt að strákar opni sig? „Ég held það alveg klárlega, ég held við þurfum að gera það snemma og við þurfum að halda því alveg út í gegn. Ég held sérstaklega þegar strákar fara í menntaskóla þá losnar einhver verndarvængur sem við höfum verið undir í gegnum skólagönguna okkar hingað til og okkur er sleppt út í samfélagið, sextán ára gömlum, án þess að við vitum hvernig við eigum að haga okkur og án þess að einhver sé að hugsa um okkur eða að passa að við séum á réttri braut í náminu og í lífinu.“Flosnaði sjálfur upp úr námi Atli greinir frá því að hann hafi sjálfur upplifað þetta af eigin raun og flosnað upp úr námi.„Ég upplifði það sjálfur um leið og ég fór í menntaskóla þá flosnaði ég upp úr námi af því það var enginn sem hélt utan um mig og leiðbeindi mér áfram.“ „Ég kláraði skólann seinna meir og þakka fyrir það að hafa farið þá leið í lífinu en það eru aðrir sem fara ekki eins fallega leið og ég held það geti stuðlað að því að karlmönnum finnist þeir vera utangátta í samfélaginu. Þeir hafa ekki gott bakland vina sem styðja þá í gegnum tilfinningaleg erfiði eins og konur eru oftar með,“ segir Atli. Konur ræði erfið mál í auknum mæli jafnóðum og þau komi upp.Hvað varð til þess að þú vaknaðir til vitundar um þessi mál? „Ég hef lengi vel talað um málefni karla og ég hef oft talað við vini mína og deilt á facebook alls konar greinum og dóti sem mér finnst vera þarft inn í umræðuna gagnvart málefnum karlmanna.“Eru strákar í kringum þig jákvæðir í garð hópsins?„Já algjörlega, um leið og ég stofnaði hópinn þá fékk ég fullt af einkaskilaboðum frá strákum sem báðu mig um leyfi til að bæta við fleiri strákum þannig að margir hafa áhuga á þessu,“ segir Atli að lokum.Hér að neðan má lesa stöðuuppfærslu Atla þegar hann deildi pistli Þórdísar Elvu. MeToo Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Atli Óskar Fjalarsson, leikari, stofnaði í dag Facebookhópinn Strákahittingur en markmiðið með hópnum er að losa stráka úr viðjum skaðlegra kynhlutverka og staðalmynda sem halda aftur af þeim. Atli vill skapa strákum öruggt rými til þess að ræða ýmis mál sem varða karla eins og ofbeldi, sjálfsvígshættu, einangrun, vímuefnavanda, fæðingarorlof. Kveikjan að hugmyndinni var grein Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, rithöfundar, fyrirlesara og leikskálds, sem ber heitið „Áskorun um #strákahitting“ en í greininni hvetur hún karlmenn til að efna til átaks sem gangi út á að efla vináttu, ábyrgðarkennd og samstöðu. Þórdísi er umhugað um að karlar hjálpist að við að rækta heilbrigð viðhorf í vinahópnum sínum. „Mér fannst þetta bara svo ótrúlega flott og þarft, sérstaklega í kjölfarið á #metoo hreyfingunni. Ég í rauninni setti þetta bara inn sem status og fékk fullt af like-um og margt fólk sem kommentaði sem fannst þetta svo þarft og síðan var einn strákurinn sem stakk upp á því að það væri kannski sniðugt að stofna hóp þannig að ég bara stökk til og gerði það,“ segir Atli í samtali við Vísi um tilurð hópsins.Finnst þér strákar ekki hafa brugðist nægilega fljótt við þegar kemur að því að segja skilið við íþyngjandi karlmennskuhugmyndir? Hafa þeir kannski ekki í jafn miklum mæli og konur gert sér grein fyrir kostum þess? „Ég held það sé bara erfiðara fyrir karla að tjá sig um tilfinningar. Þegar koma svona frábær átök eins og #metoo og #höfum hátt og allt þetta sem hefur verið að gerast síðustu ár þá finnst mér eins og þeir átti sig ekki alveg á því hvernig þeir eigi að bregðast við því. Mörgum okkar finnst þetta ofboðslega flott framtak og við viljum leggja okkar af mörkum og taka þátt en ég held að sumum finnist eins og þeir standi svolítið útundan og kunni ekki alveg að bregðast jákvætt við því,“ segir Atli sem segir stráka hvorki hafa haft tólin né vettvanginn til þess að ræða þessi mál fyrr nú.Hópurinn miðar að því að strákar geti tjáð sig um alls konar málefni í öruggu rými.Skjáskot af FacebookAð sögn Atla er hópurinn hugsaður sem öruggt rými þar sem strákar geti rætt málin af fyllstu auðmýkt og einlægni. „Algjörlega og án þess að einhver sé að dæma mann eða án þess að maður þurfi eitthvað að vera að sýna sig eða sanna.“ Í hópnum sé þess krafist að allir séu passasamir varðandi sálarlíf hvers annars. Í hópnum verður meðal annars rætt um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Ég held að öll þessi vandamál karla séu þess eðlis að það megi klárlega rekja einhverja tengingu þarna á milli. Það er ástæða fyrir því að við erum upp til hópa lokaðri og ég held það megi rekja til þess að við fremjum frekar glæpi,“ segir Atli sem bætir auk þess við: „Mér finnst tími til kominn að við förum að laga vandann þaðan sem hann kemur.“Telurðu að samfélagið þurfi í auknum mæli að hlúa að tilfinningamálum drengja og að blása til vitundarvakningar um að það sé eðlilegt að strákar opni sig? „Ég held það alveg klárlega, ég held við þurfum að gera það snemma og við þurfum að halda því alveg út í gegn. Ég held sérstaklega þegar strákar fara í menntaskóla þá losnar einhver verndarvængur sem við höfum verið undir í gegnum skólagönguna okkar hingað til og okkur er sleppt út í samfélagið, sextán ára gömlum, án þess að við vitum hvernig við eigum að haga okkur og án þess að einhver sé að hugsa um okkur eða að passa að við séum á réttri braut í náminu og í lífinu.“Flosnaði sjálfur upp úr námi Atli greinir frá því að hann hafi sjálfur upplifað þetta af eigin raun og flosnað upp úr námi.„Ég upplifði það sjálfur um leið og ég fór í menntaskóla þá flosnaði ég upp úr námi af því það var enginn sem hélt utan um mig og leiðbeindi mér áfram.“ „Ég kláraði skólann seinna meir og þakka fyrir það að hafa farið þá leið í lífinu en það eru aðrir sem fara ekki eins fallega leið og ég held það geti stuðlað að því að karlmönnum finnist þeir vera utangátta í samfélaginu. Þeir hafa ekki gott bakland vina sem styðja þá í gegnum tilfinningaleg erfiði eins og konur eru oftar með,“ segir Atli. Konur ræði erfið mál í auknum mæli jafnóðum og þau komi upp.Hvað varð til þess að þú vaknaðir til vitundar um þessi mál? „Ég hef lengi vel talað um málefni karla og ég hef oft talað við vini mína og deilt á facebook alls konar greinum og dóti sem mér finnst vera þarft inn í umræðuna gagnvart málefnum karlmanna.“Eru strákar í kringum þig jákvæðir í garð hópsins?„Já algjörlega, um leið og ég stofnaði hópinn þá fékk ég fullt af einkaskilaboðum frá strákum sem báðu mig um leyfi til að bæta við fleiri strákum þannig að margir hafa áhuga á þessu,“ segir Atli að lokum.Hér að neðan má lesa stöðuuppfærslu Atla þegar hann deildi pistli Þórdísar Elvu.
MeToo Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira