Náttúrunnar spegill Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. október 2017 07:00 „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, sem fjalla um mannlegan harmleik sem ekki er alltaf sýnilegur. Sá sem brosir einlægt getur ómeðvitað yljað öðru hjarta og sú sem er glaðvær getur skilið eftir kátínu hjá viðstöddum. Oft er sagt að einhver hafi gefið manni bros, enda getum við í bókstaflegri merkingu tekið á móti og upplifað líðan annarra. Á sama hátt er sagt að hegðun sé smitandi, t.d. að bros sé smitandi. Eins og við erum móttækileg fyrir bros annarra þá getum við einnig auðveldlega smitast af reiði og vanlíðan. Illt augnagot eða biturt andsvar getur vakið upp ónot innanbrjósts. Öll þessi viðbrögð eru mannleg og eiga sér lífeðlisfræðilegar skýringar. Í líkama okkar finnast svonefndar spegilfrumur sem spegla hegðun annarra. Þessi innbyggðu taugaviðbrögð eru grundvöllur fyrir því að við getum lært af öðrum. Þau eru forsenda þess að barn læri af hegðun uppalenda, það horfir á og hermir eftir. Þannig lærir barn meira af hegðun en orðum. Á fullorðinsárum höldum við áfram að spegla hvert annað. Með spegilfrumunum getum við skynjað sálarástand náungans. Brosandi maður kallar fram bros hjá okkur og þegar við mætum sorg annarra verðum við ósjálfrátt sorgmædd. Undanfarið hefur sálarþjáning, niðurlægjandi ummæli og reiði verið ríkjandi í samfélagsumræðunni. Þó svo að við ráðum sjaldnast hvernig aðrir koma fram við okkur þá getur verið gott að hafa hugfast að við sjálf getum sannarlega með einu brosi dimmu í dagsljós breytt :) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
„Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, sem fjalla um mannlegan harmleik sem ekki er alltaf sýnilegur. Sá sem brosir einlægt getur ómeðvitað yljað öðru hjarta og sú sem er glaðvær getur skilið eftir kátínu hjá viðstöddum. Oft er sagt að einhver hafi gefið manni bros, enda getum við í bókstaflegri merkingu tekið á móti og upplifað líðan annarra. Á sama hátt er sagt að hegðun sé smitandi, t.d. að bros sé smitandi. Eins og við erum móttækileg fyrir bros annarra þá getum við einnig auðveldlega smitast af reiði og vanlíðan. Illt augnagot eða biturt andsvar getur vakið upp ónot innanbrjósts. Öll þessi viðbrögð eru mannleg og eiga sér lífeðlisfræðilegar skýringar. Í líkama okkar finnast svonefndar spegilfrumur sem spegla hegðun annarra. Þessi innbyggðu taugaviðbrögð eru grundvöllur fyrir því að við getum lært af öðrum. Þau eru forsenda þess að barn læri af hegðun uppalenda, það horfir á og hermir eftir. Þannig lærir barn meira af hegðun en orðum. Á fullorðinsárum höldum við áfram að spegla hvert annað. Með spegilfrumunum getum við skynjað sálarástand náungans. Brosandi maður kallar fram bros hjá okkur og þegar við mætum sorg annarra verðum við ósjálfrátt sorgmædd. Undanfarið hefur sálarþjáning, niðurlægjandi ummæli og reiði verið ríkjandi í samfélagsumræðunni. Þó svo að við ráðum sjaldnast hvernig aðrir koma fram við okkur þá getur verið gott að hafa hugfast að við sjálf getum sannarlega með einu brosi dimmu í dagsljós breytt :)
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun