Viljum vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2017 06:00 Elín Metta Jensen hefur skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í tveimur leikjum í undankeppni HM 2019. vísir/eyþór Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira