Hefðum viljað fá sömu dómgæslu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2017 06:30 Íslensku keppendurnir á NEM í fimleikum brugðu á leik að móti loknu í gær. mynd/fimleikasamband íslands Íslendingar unnu til sex verðlauna á Norður-Evrópumótinu (NEM) sem fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um helgina. Íslenska kvennaliðið vann silfur í liðakeppninni. Íslensku stelpurnar fengu samtals 146,432 í einkunn, 0,968 minna en sigurvegararnir frá Noregi. Íslenska karlaliðið lenti í 5. sæti og var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall. „Við stelpurnar stefndum á gullið svo þetta er smá sárt. En á sama tíma er frábært að enda með silfur. Við vorum með mjög gott lið í ár,“ sagði Dominiqua Alma Belányi, sem var hluti af silfurliði Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún kvaðst ekki nógu sátt með dómgæsluna í liðakeppninni. „Satt að segja hefði ég viljað fá sömu dómgæslu og Noregur fékk í síðasta hollinu. Það var smá meðbyr með norsku stelpunum og þær rétt skutust fram úr okkur á síðasta áhaldi,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova fékk silfur í fjölþraut en hún fékk 49,666 í einkunn. Thelma Aðalsteinsdóttir og Agnes Suto-Tuuha komu líka heim með silfur. Thelma varð önnur í keppni á tvíslá og Agnes lenti í 2. sæti í keppni á slá. Eyþór Baldursson vann til bronsverðlauna í stökki og Valgard Reinhardsson náði einnig í brons á svifrá. „Ég er ótrúlega ánægð. Það er frábært að ná silfri í liðakeppninni og flottur árangur hjá Irinu að enda í 2. sæti í fjölþrautinni. Við náðum árangri á öllum sviðum,“ sagði Dominiqua ánægð. Fimleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Íslendingar unnu til sex verðlauna á Norður-Evrópumótinu (NEM) sem fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um helgina. Íslenska kvennaliðið vann silfur í liðakeppninni. Íslensku stelpurnar fengu samtals 146,432 í einkunn, 0,968 minna en sigurvegararnir frá Noregi. Íslenska karlaliðið lenti í 5. sæti og var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall. „Við stelpurnar stefndum á gullið svo þetta er smá sárt. En á sama tíma er frábært að enda með silfur. Við vorum með mjög gott lið í ár,“ sagði Dominiqua Alma Belányi, sem var hluti af silfurliði Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún kvaðst ekki nógu sátt með dómgæsluna í liðakeppninni. „Satt að segja hefði ég viljað fá sömu dómgæslu og Noregur fékk í síðasta hollinu. Það var smá meðbyr með norsku stelpunum og þær rétt skutust fram úr okkur á síðasta áhaldi,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova fékk silfur í fjölþraut en hún fékk 49,666 í einkunn. Thelma Aðalsteinsdóttir og Agnes Suto-Tuuha komu líka heim með silfur. Thelma varð önnur í keppni á tvíslá og Agnes lenti í 2. sæti í keppni á slá. Eyþór Baldursson vann til bronsverðlauna í stökki og Valgard Reinhardsson náði einnig í brons á svifrá. „Ég er ótrúlega ánægð. Það er frábært að ná silfri í liðakeppninni og flottur árangur hjá Irinu að enda í 2. sæti í fjölþrautinni. Við náðum árangri á öllum sviðum,“ sagði Dominiqua ánægð.
Fimleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira