Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. október 2017 18:30 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri ferjusiglinga milli lands og Eyja þegar nýr Herjólfur verður tekinn í gagnið í júní á næsta ári. Samningur þess efnis verður undirritaður á næstu dögum. Þá verða samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum efldar í vetur með tíðari ferðum ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð og fjölgun flugferða til Bíldudals vegna tafa á lagningu vegar um Teigsskóg. Vestmannaeyjabær hefur um langa hríð gagnrýnt rekstur Herjólfs vegna siglinga milli lands og Eyja, en Eimskip sjá um reksturinn með samningi við Vegagerðina. Sá samningur rennur út þegar nýr Herjólfur verður tekinn í notkun á næsta ári. Íbúar í Vestmannaeyjum hafa löngum þurft að taka á sig niðurfellingu ferða vegna veðurs eða bilanna og býst bæjarstjórinn við enn frekari frátöfum í vetur en til stóð að Herjólfur færi í stóra viðgerð í nóvember sem hefur verið frestað þar sem varahlutir stóðust ekki gæðakröfur. „Óöryggi í samgöngum er eitthvað sem er verulega skaðlegt og þetta er bara svipað fyrir Vestmannaeyjabæ eins og ef Grindvíkingar myndu búa við það að Grindavíkurvegur gæti farið í sundur á hvaða stundu sem er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Elliði segir að bent hafi verið á að bæta þurfi flugsamgöngur milli lands og Eyja en samgönguráðherra segir ekki þörf á því. Nýlega hafi flugfélagið Ernir fjölgað ferðum sínum til Eyja.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm„Það er reiknað með óbreyttri stöðu varðandi Herjólf, þannig að það er ekki verið að skerða samgöngur með nokkrum hætti til Eyja og í raun ber að fagna þessum auknu flugsamgöngum,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Nýr Herjólfur mun taka við ferjusiglingum milli lands og Eyja í júní á næsta ári og gerir Samgönguráðherra ráð fyrir miklum breytingum á þjónustunni. „Hitt sem svo við erum að skoða núna í þeim möguleika að klára samninginn við Vestmannaeyjabæ um að bærinn taki að sér rekstur þessarar nýju ferju,“ segir Jón.Er það frágengið? „Það er núna bara í loka vinnslu, búið að vera unnið að því síðustu vikur,“ segir Jón. Það þýðir að Eimskip sem nú sér um reksturinn og Vegagerðin koma ekki að ferjusiglingum milli lands og Eyja. „Þá er reiknað með því að bærinn verði ábyrgur fyrir þessum rekstri og fái það framlag sem hefur fylgt þessu frá ríkissjóði í gegnum Vegagerðina,“ segir Jón.Hvenær búist þið við að klára þennan samning? „Eins og ég segi, hann er bara í lokafrágangi og það þarf að vanda hér til og ég veit að menn ætluðu að funda í dag,“ segir Jón. Ráðherra segir að samgöngur annars staðar á landinu verði efldar á næstu dögum og vikum. Teknar verða upp flugsamgöngur til Sauðárkróks með aðkomu ríkisins í desember og er það tilraunaverkefni til sex mánaða og þá verður ferðum Baldurs um Breiðafjörð og flugferðum til Bíldudals fjölgað. Er þetta gert vegna tafa á lagningu vegar um Teigskóg. „Á Vestfjörðum sunnanverðum er ástandið auðvitað hvað verst í samgöngum á landinu og algjörlega óboðlegt vegakerfi. Við höfum, eins og fram hefur komið, verið í miklu stappi varðandi vegalagningu um Teigskóg og það sér ekki fyrir endann á því,“ segir Jón. Teigsskógur Tengdar fréttir Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu. 16. október 2017 06:00 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. 22. október 2017 15:02 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri ferjusiglinga milli lands og Eyja þegar nýr Herjólfur verður tekinn í gagnið í júní á næsta ári. Samningur þess efnis verður undirritaður á næstu dögum. Þá verða samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum efldar í vetur með tíðari ferðum ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð og fjölgun flugferða til Bíldudals vegna tafa á lagningu vegar um Teigsskóg. Vestmannaeyjabær hefur um langa hríð gagnrýnt rekstur Herjólfs vegna siglinga milli lands og Eyja, en Eimskip sjá um reksturinn með samningi við Vegagerðina. Sá samningur rennur út þegar nýr Herjólfur verður tekinn í notkun á næsta ári. Íbúar í Vestmannaeyjum hafa löngum þurft að taka á sig niðurfellingu ferða vegna veðurs eða bilanna og býst bæjarstjórinn við enn frekari frátöfum í vetur en til stóð að Herjólfur færi í stóra viðgerð í nóvember sem hefur verið frestað þar sem varahlutir stóðust ekki gæðakröfur. „Óöryggi í samgöngum er eitthvað sem er verulega skaðlegt og þetta er bara svipað fyrir Vestmannaeyjabæ eins og ef Grindvíkingar myndu búa við það að Grindavíkurvegur gæti farið í sundur á hvaða stundu sem er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Elliði segir að bent hafi verið á að bæta þurfi flugsamgöngur milli lands og Eyja en samgönguráðherra segir ekki þörf á því. Nýlega hafi flugfélagið Ernir fjölgað ferðum sínum til Eyja.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm„Það er reiknað með óbreyttri stöðu varðandi Herjólf, þannig að það er ekki verið að skerða samgöngur með nokkrum hætti til Eyja og í raun ber að fagna þessum auknu flugsamgöngum,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Nýr Herjólfur mun taka við ferjusiglingum milli lands og Eyja í júní á næsta ári og gerir Samgönguráðherra ráð fyrir miklum breytingum á þjónustunni. „Hitt sem svo við erum að skoða núna í þeim möguleika að klára samninginn við Vestmannaeyjabæ um að bærinn taki að sér rekstur þessarar nýju ferju,“ segir Jón.Er það frágengið? „Það er núna bara í loka vinnslu, búið að vera unnið að því síðustu vikur,“ segir Jón. Það þýðir að Eimskip sem nú sér um reksturinn og Vegagerðin koma ekki að ferjusiglingum milli lands og Eyja. „Þá er reiknað með því að bærinn verði ábyrgur fyrir þessum rekstri og fái það framlag sem hefur fylgt þessu frá ríkissjóði í gegnum Vegagerðina,“ segir Jón.Hvenær búist þið við að klára þennan samning? „Eins og ég segi, hann er bara í lokafrágangi og það þarf að vanda hér til og ég veit að menn ætluðu að funda í dag,“ segir Jón. Ráðherra segir að samgöngur annars staðar á landinu verði efldar á næstu dögum og vikum. Teknar verða upp flugsamgöngur til Sauðárkróks með aðkomu ríkisins í desember og er það tilraunaverkefni til sex mánaða og þá verður ferðum Baldurs um Breiðafjörð og flugferðum til Bíldudals fjölgað. Er þetta gert vegna tafa á lagningu vegar um Teigskóg. „Á Vestfjörðum sunnanverðum er ástandið auðvitað hvað verst í samgöngum á landinu og algjörlega óboðlegt vegakerfi. Við höfum, eins og fram hefur komið, verið í miklu stappi varðandi vegalagningu um Teigskóg og það sér ekki fyrir endann á því,“ segir Jón.
Teigsskógur Tengdar fréttir Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu. 16. október 2017 06:00 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. 22. október 2017 15:02 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu. 16. október 2017 06:00
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30
Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. 22. október 2017 15:02