Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. október 2017 18:30 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri ferjusiglinga milli lands og Eyja þegar nýr Herjólfur verður tekinn í gagnið í júní á næsta ári. Samningur þess efnis verður undirritaður á næstu dögum. Þá verða samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum efldar í vetur með tíðari ferðum ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð og fjölgun flugferða til Bíldudals vegna tafa á lagningu vegar um Teigsskóg. Vestmannaeyjabær hefur um langa hríð gagnrýnt rekstur Herjólfs vegna siglinga milli lands og Eyja, en Eimskip sjá um reksturinn með samningi við Vegagerðina. Sá samningur rennur út þegar nýr Herjólfur verður tekinn í notkun á næsta ári. Íbúar í Vestmannaeyjum hafa löngum þurft að taka á sig niðurfellingu ferða vegna veðurs eða bilanna og býst bæjarstjórinn við enn frekari frátöfum í vetur en til stóð að Herjólfur færi í stóra viðgerð í nóvember sem hefur verið frestað þar sem varahlutir stóðust ekki gæðakröfur. „Óöryggi í samgöngum er eitthvað sem er verulega skaðlegt og þetta er bara svipað fyrir Vestmannaeyjabæ eins og ef Grindvíkingar myndu búa við það að Grindavíkurvegur gæti farið í sundur á hvaða stundu sem er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Elliði segir að bent hafi verið á að bæta þurfi flugsamgöngur milli lands og Eyja en samgönguráðherra segir ekki þörf á því. Nýlega hafi flugfélagið Ernir fjölgað ferðum sínum til Eyja.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm„Það er reiknað með óbreyttri stöðu varðandi Herjólf, þannig að það er ekki verið að skerða samgöngur með nokkrum hætti til Eyja og í raun ber að fagna þessum auknu flugsamgöngum,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Nýr Herjólfur mun taka við ferjusiglingum milli lands og Eyja í júní á næsta ári og gerir Samgönguráðherra ráð fyrir miklum breytingum á þjónustunni. „Hitt sem svo við erum að skoða núna í þeim möguleika að klára samninginn við Vestmannaeyjabæ um að bærinn taki að sér rekstur þessarar nýju ferju,“ segir Jón.Er það frágengið? „Það er núna bara í loka vinnslu, búið að vera unnið að því síðustu vikur,“ segir Jón. Það þýðir að Eimskip sem nú sér um reksturinn og Vegagerðin koma ekki að ferjusiglingum milli lands og Eyja. „Þá er reiknað með því að bærinn verði ábyrgur fyrir þessum rekstri og fái það framlag sem hefur fylgt þessu frá ríkissjóði í gegnum Vegagerðina,“ segir Jón.Hvenær búist þið við að klára þennan samning? „Eins og ég segi, hann er bara í lokafrágangi og það þarf að vanda hér til og ég veit að menn ætluðu að funda í dag,“ segir Jón. Ráðherra segir að samgöngur annars staðar á landinu verði efldar á næstu dögum og vikum. Teknar verða upp flugsamgöngur til Sauðárkróks með aðkomu ríkisins í desember og er það tilraunaverkefni til sex mánaða og þá verður ferðum Baldurs um Breiðafjörð og flugferðum til Bíldudals fjölgað. Er þetta gert vegna tafa á lagningu vegar um Teigskóg. „Á Vestfjörðum sunnanverðum er ástandið auðvitað hvað verst í samgöngum á landinu og algjörlega óboðlegt vegakerfi. Við höfum, eins og fram hefur komið, verið í miklu stappi varðandi vegalagningu um Teigskóg og það sér ekki fyrir endann á því,“ segir Jón. Teigsskógur Tengdar fréttir Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu. 16. október 2017 06:00 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. 22. október 2017 15:02 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri ferjusiglinga milli lands og Eyja þegar nýr Herjólfur verður tekinn í gagnið í júní á næsta ári. Samningur þess efnis verður undirritaður á næstu dögum. Þá verða samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum efldar í vetur með tíðari ferðum ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð og fjölgun flugferða til Bíldudals vegna tafa á lagningu vegar um Teigsskóg. Vestmannaeyjabær hefur um langa hríð gagnrýnt rekstur Herjólfs vegna siglinga milli lands og Eyja, en Eimskip sjá um reksturinn með samningi við Vegagerðina. Sá samningur rennur út þegar nýr Herjólfur verður tekinn í notkun á næsta ári. Íbúar í Vestmannaeyjum hafa löngum þurft að taka á sig niðurfellingu ferða vegna veðurs eða bilanna og býst bæjarstjórinn við enn frekari frátöfum í vetur en til stóð að Herjólfur færi í stóra viðgerð í nóvember sem hefur verið frestað þar sem varahlutir stóðust ekki gæðakröfur. „Óöryggi í samgöngum er eitthvað sem er verulega skaðlegt og þetta er bara svipað fyrir Vestmannaeyjabæ eins og ef Grindvíkingar myndu búa við það að Grindavíkurvegur gæti farið í sundur á hvaða stundu sem er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Elliði segir að bent hafi verið á að bæta þurfi flugsamgöngur milli lands og Eyja en samgönguráðherra segir ekki þörf á því. Nýlega hafi flugfélagið Ernir fjölgað ferðum sínum til Eyja.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm„Það er reiknað með óbreyttri stöðu varðandi Herjólf, þannig að það er ekki verið að skerða samgöngur með nokkrum hætti til Eyja og í raun ber að fagna þessum auknu flugsamgöngum,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Nýr Herjólfur mun taka við ferjusiglingum milli lands og Eyja í júní á næsta ári og gerir Samgönguráðherra ráð fyrir miklum breytingum á þjónustunni. „Hitt sem svo við erum að skoða núna í þeim möguleika að klára samninginn við Vestmannaeyjabæ um að bærinn taki að sér rekstur þessarar nýju ferju,“ segir Jón.Er það frágengið? „Það er núna bara í loka vinnslu, búið að vera unnið að því síðustu vikur,“ segir Jón. Það þýðir að Eimskip sem nú sér um reksturinn og Vegagerðin koma ekki að ferjusiglingum milli lands og Eyja. „Þá er reiknað með því að bærinn verði ábyrgur fyrir þessum rekstri og fái það framlag sem hefur fylgt þessu frá ríkissjóði í gegnum Vegagerðina,“ segir Jón.Hvenær búist þið við að klára þennan samning? „Eins og ég segi, hann er bara í lokafrágangi og það þarf að vanda hér til og ég veit að menn ætluðu að funda í dag,“ segir Jón. Ráðherra segir að samgöngur annars staðar á landinu verði efldar á næstu dögum og vikum. Teknar verða upp flugsamgöngur til Sauðárkróks með aðkomu ríkisins í desember og er það tilraunaverkefni til sex mánaða og þá verður ferðum Baldurs um Breiðafjörð og flugferðum til Bíldudals fjölgað. Er þetta gert vegna tafa á lagningu vegar um Teigskóg. „Á Vestfjörðum sunnanverðum er ástandið auðvitað hvað verst í samgöngum á landinu og algjörlega óboðlegt vegakerfi. Við höfum, eins og fram hefur komið, verið í miklu stappi varðandi vegalagningu um Teigskóg og það sér ekki fyrir endann á því,“ segir Jón.
Teigsskógur Tengdar fréttir Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu. 16. október 2017 06:00 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. 22. október 2017 15:02 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu. 16. október 2017 06:00
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30
Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. 22. október 2017 15:02