Útgerðarfyrirtækin dældu peningum í stjórnmálaflokkana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. október 2017 06:00 Flokkarnir sem þessi hópur fólks leiddi í þingkosningunum í fyrra skiluðu misjöfnu uppgjöri eftir hið pólitíska umrót á árinu. vísir/vilhelm Sjávarútvegsfyrirtæki eru stærstu styrkveitendur stjórnmálaflokkanna í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra fyrir 2016. Sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokkunum 400 þúsund króna hámarksframlag styrktu fimm af sjö flokkum á þingi um alls 13,6 milljónir; ríflega 40 prósent af heildarhámarksframlögum flokkanna fimm. Brim hf., HB Grandi og Samskip voru einu fyrirtækin sem styrktu alla þessa flokka með hámarksframlögum. Björt framtíð þáði engin framlög frá fyrirtækjum og engin útgerðarfélög styrktu Pírata sem þáðu engin framlög frá fyrirtækjum yfir 200 þúsund krónur. Þá styrktu 26 fyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn um hámarksfjárhæð, alls 10,4 milljónir. Þar af voru 12 sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokknum 4,8 milljónir. Alls fékk flokkurinn 19,1 milljón frá lögaðilum og rúma 41 milljón frá einstaklingum í fyrra. Tuttugu fyrirtæki styrktu Framsókn með hámarksframlögum, alls 8 milljónir en þar af voru 11 útgerðarfélög með alls 4,4 milljónir. Alls fékk flokkurinn 13,7 milljónir frá lögaðilum og 11 milljónir frá einstaklingum. VG þáðu átta hámarksframlög frá fyrirtækjum, alls 3,2 milljónir. Þar af helmingur frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Alls fékk flokkurinn 6,7 milljónir frá lögaðilum og 12 milljónir frá einstaklingum. Tíu fyrirtæki styrktu Samfylkingu um 400 þúsund krónur, alls fjórar milljónir, þar af fjögur útgerðarfélög um alls 1,6 milljónir. Flokkurinn fékk 7,4 milljónir frá lögaðilum en 13 milljónir frá einstaklingum. Viðreisn, sem birti ársreikning sinn fyrr í haust, þáði hámarksframlög frá þremur útgerðarfyrirtækjum, alls 1,2 milljónir. Alls styrktu tuttugu fyrirtæki flokkinn með hámarksframlagi á stofnárinu. Framlög frá lögaðilum námu 16,4 milljónum en einstaklingum tíu milljónum. Framsókn skilaði 26 milljóna króna hagnaði í fyrra, en Sjálfstæðisflokkur skilaði 6 milljóna hagnaði. Píratar skiluðu 7 milljóna hagnaði. VG skilaði 19,5 milljóna króna tapi samanborið við 22,8 milljóna króna hagnað árið 2015. Björt framtíð skilaði rúmlega 10 milljóna króna tapi líkt og Viðreisn. Tap Samfylkingar var tæplega 34 milljónir króna í fyrra en árið 2015 hafði hagnaður verið 21 milljón. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sjávarútvegur Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki eru stærstu styrkveitendur stjórnmálaflokkanna í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra fyrir 2016. Sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokkunum 400 þúsund króna hámarksframlag styrktu fimm af sjö flokkum á þingi um alls 13,6 milljónir; ríflega 40 prósent af heildarhámarksframlögum flokkanna fimm. Brim hf., HB Grandi og Samskip voru einu fyrirtækin sem styrktu alla þessa flokka með hámarksframlögum. Björt framtíð þáði engin framlög frá fyrirtækjum og engin útgerðarfélög styrktu Pírata sem þáðu engin framlög frá fyrirtækjum yfir 200 þúsund krónur. Þá styrktu 26 fyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn um hámarksfjárhæð, alls 10,4 milljónir. Þar af voru 12 sjávarútvegsfyrirtæki sem veittu flokknum 4,8 milljónir. Alls fékk flokkurinn 19,1 milljón frá lögaðilum og rúma 41 milljón frá einstaklingum í fyrra. Tuttugu fyrirtæki styrktu Framsókn með hámarksframlögum, alls 8 milljónir en þar af voru 11 útgerðarfélög með alls 4,4 milljónir. Alls fékk flokkurinn 13,7 milljónir frá lögaðilum og 11 milljónir frá einstaklingum. VG þáðu átta hámarksframlög frá fyrirtækjum, alls 3,2 milljónir. Þar af helmingur frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Alls fékk flokkurinn 6,7 milljónir frá lögaðilum og 12 milljónir frá einstaklingum. Tíu fyrirtæki styrktu Samfylkingu um 400 þúsund krónur, alls fjórar milljónir, þar af fjögur útgerðarfélög um alls 1,6 milljónir. Flokkurinn fékk 7,4 milljónir frá lögaðilum en 13 milljónir frá einstaklingum. Viðreisn, sem birti ársreikning sinn fyrr í haust, þáði hámarksframlög frá þremur útgerðarfyrirtækjum, alls 1,2 milljónir. Alls styrktu tuttugu fyrirtæki flokkinn með hámarksframlagi á stofnárinu. Framlög frá lögaðilum námu 16,4 milljónum en einstaklingum tíu milljónum. Framsókn skilaði 26 milljóna króna hagnaði í fyrra, en Sjálfstæðisflokkur skilaði 6 milljóna hagnaði. Píratar skiluðu 7 milljóna hagnaði. VG skilaði 19,5 milljóna króna tapi samanborið við 22,8 milljóna króna hagnað árið 2015. Björt framtíð skilaði rúmlega 10 milljóna króna tapi líkt og Viðreisn. Tap Samfylkingar var tæplega 34 milljónir króna í fyrra en árið 2015 hafði hagnaður verið 21 milljón.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sjávarútvegur Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira