Ríkisendurskoðun vill svör frá flokki sem fékk 29 milljónir króna Haraldur Guðmundsson skrifar 25. október 2017 06:00 Skrifstofa Flokks heimilanna var í Vallarstræti 4 í miðborg Reykjavíkur. Starfsemi hans var afar umsvifalítil eftir kosningarnar 2013. vísir/valli Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01
Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00