Innlent

Suðvestan stormur annað kvöld

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gera má ráð fyrir meira en 20 metrum á sekúndu norðantil annað kvöld.
Gera má ráð fyrir meira en 20 metrum á sekúndu norðantil annað kvöld. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan stormi, meira en 20 m/s, norðantil á landinu annað kvöld.

Þó verður léttskýjað sunnanheiða en dálítil rigning á Norðaustur- og Austurlandi ásamt norðaustan golu eða kalda í dag. Hitinn verður á bilinu 3 til 10 stig.

Þá er búist við heldur vaxandi suðvestanátt og að það verði skýjað á morgun, en bjartviðri um landið austanvert. Annað kvöld er búist við hvassviðri eða stormi norðantil á landinu, en talsvert hægari vindi syðra.

Landsmenn mega að sama skapi gera ráð fyrir rigningu á föstudag en jafnframt að það kunni að lægja nokkuð og stytta upp síðdegis. Veðrið verður áfram milt að mati Veðurstofunnar. Svo er útlit fyrir norðanátt með éljum norðaustanlands og kólnandi veðri á laugardag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðvestan 5-13 og skýjað, hægari og léttskýjað A-til á landinu. Hiti 3 til 10 stig.

Á föstudag:

Suðvestan og vestan 10-18 m/s og rigning, talsverð úrkoma V-lands. Hiti 5 til 10 stig. Hægari og úrkomulítið síðdegis.

Á laugardag:

Norðanátt og kólnandi veður. Él á N- og A-landi, en léttskýjað sunnan heiða.

Á sunnudag:

Hæg breytileg átt og bjart veður, hiti kringum frostmark. Suðaustan 5-10 SV-lands síðdegis, þykknar upp og hlýnar.

Á mánudag:

Suðlæg átt, rigning og milt veður, en úrkomulítið NA-lands.

Á þriðjudag:

Hægur vindur og dálítil væta, en líklega vaxandi norðanátt með slyddu eða snjókomu N-lands um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×