Repúblikanar snúa vörn í sókn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2017 06:44 Frá tilkynningu Repúblikana í gær. Yfirmaður rannsóknanna, David Nunes, sést hér fyrir miðju. Vísir/Getty Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30