Með bók í hönd Bergrún Íris Sævarsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Læsi hrakar, íslenskukunnáttu barna og fullorðinna fer aftur, tungumálið er í stórhættu og ef ekkert er að gert töpum við móðurmálinu á næstu 50 árum. Dapurlegar fréttir og hamfaraspár blasa við okkur en hvað er hægt að gera til að sporna við þróuninni? Er þetta vandamál ríkisins og menntamálaráðuneytisins? Er það menntamálastofnunar, skólanna og kennaranna að bjarga íslenskunni? Eða geta foreldrar, frænkur og frændur, ömmur og afar, mögulega unnið stærstu sigrana með litlum og einföldum breytingum innan veggja heimilisins? Ef það er barn á heimilinu eða þú átt barn í þínu lífi sem þér þykir vænt um skaltu spyrja þig þessarar spurningar: Hvenær sá barnið þig síðast með bók í hönd? Hvenær sökktir þú þér síðast niður í bók þar sem barn sá til þín? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þegar barn sér fullorðinn einstakling lesa af áhuga, vaknar hjá þeim forvitni og löngun til að gera slíkt hið sama. Trúirðu mér ekki? Spurðu þig þá að þessu: Hvenær sá barnið / barnabarnið þitt þig síðast með síma í hönd? Dveljum aðeins við þetta. „Hann er með i-padinn á heilanum,“ segi ég um sjö ára son minn og ég skil bara ekkert í því að hann lesi ekki frekar eina af þeim hundrað bókum sem fylla hillurnar í herberginu hans. En svo lít ég niður og sé símann, samgróinn við höndina á mér og fingurnir tilbúnir að svara skilaboðum á sömu sekúndu og þau berast. Guð forði vinkonu minni frá því að bíða í nokkrar mínútur eftir að ég sendi „LOL“ við GIF-inu af fyndna kettinum sem hún sendi mér. Rétt í þessu varð ég að taka upp símann til að kíkja á nokkur snöpp og svara. Ég hætti sem sagt að skrifa þessa litlu grein til að sjá einhvern taka til á Snapchat! Ég þarf að breyta þessu, ef ekki fyrir mig þá fyrir börnin mín tvö. Ég vil frekar vera mamman sem er með nefið ofan í bók heldur en sú sem lítur ekki upp úr símanum, sérstaklega á þessum heilaga tíma eftir að börnin koma heim úr skóla og leikskóla. Næst þegar ég teygi mig eftir símanum ætla ég að taka upp bók í staðinn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Síminn getur beðið. Höfundur er rithöfundur og myndskreytir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Læsi hrakar, íslenskukunnáttu barna og fullorðinna fer aftur, tungumálið er í stórhættu og ef ekkert er að gert töpum við móðurmálinu á næstu 50 árum. Dapurlegar fréttir og hamfaraspár blasa við okkur en hvað er hægt að gera til að sporna við þróuninni? Er þetta vandamál ríkisins og menntamálaráðuneytisins? Er það menntamálastofnunar, skólanna og kennaranna að bjarga íslenskunni? Eða geta foreldrar, frænkur og frændur, ömmur og afar, mögulega unnið stærstu sigrana með litlum og einföldum breytingum innan veggja heimilisins? Ef það er barn á heimilinu eða þú átt barn í þínu lífi sem þér þykir vænt um skaltu spyrja þig þessarar spurningar: Hvenær sá barnið þig síðast með bók í hönd? Hvenær sökktir þú þér síðast niður í bók þar sem barn sá til þín? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þegar barn sér fullorðinn einstakling lesa af áhuga, vaknar hjá þeim forvitni og löngun til að gera slíkt hið sama. Trúirðu mér ekki? Spurðu þig þá að þessu: Hvenær sá barnið / barnabarnið þitt þig síðast með síma í hönd? Dveljum aðeins við þetta. „Hann er með i-padinn á heilanum,“ segi ég um sjö ára son minn og ég skil bara ekkert í því að hann lesi ekki frekar eina af þeim hundrað bókum sem fylla hillurnar í herberginu hans. En svo lít ég niður og sé símann, samgróinn við höndina á mér og fingurnir tilbúnir að svara skilaboðum á sömu sekúndu og þau berast. Guð forði vinkonu minni frá því að bíða í nokkrar mínútur eftir að ég sendi „LOL“ við GIF-inu af fyndna kettinum sem hún sendi mér. Rétt í þessu varð ég að taka upp símann til að kíkja á nokkur snöpp og svara. Ég hætti sem sagt að skrifa þessa litlu grein til að sjá einhvern taka til á Snapchat! Ég þarf að breyta þessu, ef ekki fyrir mig þá fyrir börnin mín tvö. Ég vil frekar vera mamman sem er með nefið ofan í bók heldur en sú sem lítur ekki upp úr símanum, sérstaklega á þessum heilaga tíma eftir að börnin koma heim úr skóla og leikskóla. Næst þegar ég teygi mig eftir símanum ætla ég að taka upp bók í staðinn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Síminn getur beðið. Höfundur er rithöfundur og myndskreytir.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun