Heildarhagnaður Nýherja 266 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Þórdís Valsdóttir skrifar 25. október 2017 18:50 Heildarhagnaður félagsins var 266 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við 204 milljónir króna í fyrra. Vísir/Vilhelm Samkvæmt fréttatilkynningu frá Nýherja var heildarhagnaður félagsins 266 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við 204 milljónir króna í fyrra. EBITDA nam 229 milljónum á þriðja ársfjórðungi og 682 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins. „Tekjur jukust lítillega á milli fjórðunga og nemur tekjuaukning ríflega 5 prósent það sem af er ári. Á sama tíma hefur launakostnaður aukist umfram vöxt tekna, sem nauðsynlegt er að bregðast við með frekari hagræðingu í rekstri. Að því hefur verið unnið undanfarna mánuði, m.a. með nokkurri fækkun starfsfólks,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Þá kom einnig fram að Nýherji muni sameinasta dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon á næsta ári. Félögin þrjú munu þá starfa undir sama flaggi frá byrjun næsta árs. Finnur segir sameininguna vera þátt í frekari eflingu rekstrar. „Með sameiningu félaganna verður skipulag og lausnaframboð samstæðu einfaldað, sem mun gera okkur kleift að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar og sækja betur samstíga fram á markaði. Að sama skapi þá mun sameining félaganna gera okkur kleift að hagræða í innviðum, samræma ferla og nýta mannauðinn betur,” segir Finnur. Samkvæmt tilkynningunni þá hefur sala á vörum og þjónustu verið góð á tímabilinu og að sögn Finns stuðla eigin hugbúnaðarlausnir áfram að tekjuvexti. “Kjarna, launa- og mannauðskerfum verið mjög vel tekið af viðskiptavinum félagsins.” „Við erum almennt sátt við stöðu samstæðunnar nú og framundan. Það eru vissulega ögranir í rekstrarumhverfinu, sem við munum halda áfram að takast á við, en tækifærin eru til staðar og félagið í sterkri stöðu til að nýta sér þau og vaxa áfram,“ segir Finnur. Uppgjör félagsins í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Sjá meira
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Nýherja var heildarhagnaður félagsins 266 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við 204 milljónir króna í fyrra. EBITDA nam 229 milljónum á þriðja ársfjórðungi og 682 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins. „Tekjur jukust lítillega á milli fjórðunga og nemur tekjuaukning ríflega 5 prósent það sem af er ári. Á sama tíma hefur launakostnaður aukist umfram vöxt tekna, sem nauðsynlegt er að bregðast við með frekari hagræðingu í rekstri. Að því hefur verið unnið undanfarna mánuði, m.a. með nokkurri fækkun starfsfólks,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Þá kom einnig fram að Nýherji muni sameinasta dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon á næsta ári. Félögin þrjú munu þá starfa undir sama flaggi frá byrjun næsta árs. Finnur segir sameininguna vera þátt í frekari eflingu rekstrar. „Með sameiningu félaganna verður skipulag og lausnaframboð samstæðu einfaldað, sem mun gera okkur kleift að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar og sækja betur samstíga fram á markaði. Að sama skapi þá mun sameining félaganna gera okkur kleift að hagræða í innviðum, samræma ferla og nýta mannauðinn betur,” segir Finnur. Samkvæmt tilkynningunni þá hefur sala á vörum og þjónustu verið góð á tímabilinu og að sögn Finns stuðla eigin hugbúnaðarlausnir áfram að tekjuvexti. “Kjarna, launa- og mannauðskerfum verið mjög vel tekið af viðskiptavinum félagsins.” „Við erum almennt sátt við stöðu samstæðunnar nú og framundan. Það eru vissulega ögranir í rekstrarumhverfinu, sem við munum halda áfram að takast á við, en tækifærin eru til staðar og félagið í sterkri stöðu til að nýta sér þau og vaxa áfram,“ segir Finnur. Uppgjör félagsins í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Sjá meira