Sex þúsund félagslegar íbúðir og hækkun vaxta- og barnabóta Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 20:00 Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira