Sex þúsund félagslegar íbúðir og hækkun vaxta- og barnabóta Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 20:00 Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira