Ísland er á leiðinni á HM í Rússlandi næsta sumar en Bandaríkjamenn sitja aftur heima í fyrsta sinn síðan á HM í Mexíkó 1986.
Grant Wahl skrifar reglulega pistil inn á vefsíðu Sports Illustrated þar sem hann svarar spurningum lesenda síðunnar um mál tengdum knattspyrnunni.
New Mailbag: USSF chaos, teams for US fans to root for at WC (Iceland!), WC26 pot of gold at end of Gulati's rainbow https://t.co/FOOINdjwuw
— Grant Wahl (@GrantWahl) October 25, 2017
Fyrsta liðið sem Grant Wahl nefnir er að sjálfsögðu íslenska landsliðið sem komst nú inn á HM í fyrsta sinn í sögunni. Wahl ráðleggur ekki Bandaríkjamönnum aðeins að halda með íslenska landsliðinu heldur einnig að heimsækja Ísland næsta sumar.
„Uppáhaldslið allra frá EM 2016 hefur tryggt sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn og gæti bitið frá sér á HM. Ekki má heldur gleyma klappinu sem þeir taka með stuðningsmönnum sínum sem er svo flott. Ef þú ákveður að fara ekki til Rússlands á mótið þá væri kannski það skemmtilegasta sem þú gætir gert að drífa þig bara til Íslands. Það væri gaman að horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni. 22 tímar af sól á sólarhring, gott veður, hressir Íslendingar og nóg af Einstök. Skráið mig,“ skrifar Grant Wahl.
Það má annars sjá allan pistilinn hans hér.