Mælir með því að koma til Íslands og horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2017 09:00 Íslenskir stuðningsmenn á Arnarhóli sumarið 2016. Vísir/AFP Grant Wahl er aðalblaðamaður bandaríska tímaritsins Sports Illustrated þegar kemur að skrifa um knattspyrnu. Hann er líka einn af mörgum aðdáendum íslenska landsliðsins. Ísland er á leiðinni á HM í Rússlandi næsta sumar en Bandaríkjamenn sitja aftur heima í fyrsta sinn síðan á HM í Mexíkó 1986. Grant Wahl skrifar reglulega pistil inn á vefsíðu Sports Illustrated þar sem hann svarar spurningum lesenda síðunnar um mál tengdum knattspyrnunni.New Mailbag: USSF chaos, teams for US fans to root for at WC (Iceland!), WC26 pot of gold at end of Gulati's rainbow https://t.co/FOOINdjwuw — Grant Wahl (@GrantWahl) October 25, 2017 Ein af spurningunum var um hvaða lið Bandaríkjamenn eiga að halda með á heimsmeistaramótinu í Rússlandi þar sem að bandaríska landsliðið er ekki meðal keppenda. Fyrsta liðið sem Grant Wahl nefnir er að sjálfsögðu íslenska landsliðið sem komst nú inn á HM í fyrsta sinn í sögunni. Wahl ráðleggur ekki Bandaríkjamönnum aðeins að halda með íslenska landsliðinu heldur einnig að heimsækja Ísland næsta sumar. „Uppáhaldslið allra frá EM 2016 hefur tryggt sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn og gæti bitið frá sér á HM. Ekki má heldur gleyma klappinu sem þeir taka með stuðningsmönnum sínum sem er svo flott. Ef þú ákveður að fara ekki til Rússlands á mótið þá væri kannski það skemmtilegasta sem þú gætir gert að drífa þig bara til Íslands. Það væri gaman að horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni. 22 tímar af sól á sólarhring, gott veður, hressir Íslendingar og nóg af Einstök. Skráið mig,“ skrifar Grant Wahl. Það má annars sjá allan pistilinn hans hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Grant Wahl er aðalblaðamaður bandaríska tímaritsins Sports Illustrated þegar kemur að skrifa um knattspyrnu. Hann er líka einn af mörgum aðdáendum íslenska landsliðsins. Ísland er á leiðinni á HM í Rússlandi næsta sumar en Bandaríkjamenn sitja aftur heima í fyrsta sinn síðan á HM í Mexíkó 1986. Grant Wahl skrifar reglulega pistil inn á vefsíðu Sports Illustrated þar sem hann svarar spurningum lesenda síðunnar um mál tengdum knattspyrnunni.New Mailbag: USSF chaos, teams for US fans to root for at WC (Iceland!), WC26 pot of gold at end of Gulati's rainbow https://t.co/FOOINdjwuw — Grant Wahl (@GrantWahl) October 25, 2017 Ein af spurningunum var um hvaða lið Bandaríkjamenn eiga að halda með á heimsmeistaramótinu í Rússlandi þar sem að bandaríska landsliðið er ekki meðal keppenda. Fyrsta liðið sem Grant Wahl nefnir er að sjálfsögðu íslenska landsliðið sem komst nú inn á HM í fyrsta sinn í sögunni. Wahl ráðleggur ekki Bandaríkjamönnum aðeins að halda með íslenska landsliðinu heldur einnig að heimsækja Ísland næsta sumar. „Uppáhaldslið allra frá EM 2016 hefur tryggt sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn og gæti bitið frá sér á HM. Ekki má heldur gleyma klappinu sem þeir taka með stuðningsmönnum sínum sem er svo flott. Ef þú ákveður að fara ekki til Rússlands á mótið þá væri kannski það skemmtilegasta sem þú gætir gert að drífa þig bara til Íslands. Það væri gaman að horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni. 22 tímar af sól á sólarhring, gott veður, hressir Íslendingar og nóg af Einstök. Skráið mig,“ skrifar Grant Wahl. Það má annars sjá allan pistilinn hans hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira