Natan er fórnarlamb og gerandi en ekki til frásagnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2017 09:45 Birna Rún, Stefán Hallur, Kjartan Darri og Edda Björg í hlutverkum sínum. Mynd/Tobbi Leikritið Natan sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan 20 snýst um aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum í Húnavatnssýslu og aðdraganda hans, að sögn Mörtu Nordal leikstjóra. „Af hverju var Natan drepinn? Um það hverfist verkið. Við setjum fram hugmyndir okkar um orsakirnar en búum ekki til línulega frásögn eða niðurstöðu. Fólk fær því ekki svarið, heldur bara tilgátur um hvað hafi gerst í aðdraganda morðanna. Kannski gerðist það allt, kannski bara brot af því,“ segir Marta þegar hún er spurð hvaða póll sé tekinn í hæðina í sýningunni en að henni stendur leikhópurinn Aldrei óstelandi og bak við hann eru Marta og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem er á sviðinu. „Höfundur verksins er Salka Guðmundsdóttir,“ tekur Marta fram. „Við notum bæði frumheimildir sem við ritskoðum ekki og skáldtextann hennar. Hún skrifar inn tilgáturnar sem senurnar byggjast á. Svo höfum við unnið þetta öll saman. Stefán Hallur Stefánsson leikur Natan, Kjartan Darri Kristjánsson Friðrik og Birna Rún Eiríksdóttir Sigríði bústýru.“ Leikstjórinn Marta Nordal. Fréttablaðið/Stefán Þó Natan sé á sviðinu allan tímann er rödd hans ekki mjög skýr, að sögn Mörtu. „Natan er fórnarlamb og gerandi en er ekki til frásagnar um morðið eða aðdraganda þess. Verkið er mótað af stuttum senum og dálitlu dansleikhúsi. Eins og gerist með sýningar sem unnar eru frá grunni tekur það á sig eigin mynd, eitthvað gerist og maður fer að elta það, þá eru kannski önnur atriði sem ekki passa lengur. Svona er sköpun. En þó mýtan um ástarsamband milli Agnesar og Natans hafi verið lífseig er ekki mikil rómantík í okkar verki. Við getum alveg sagt það hreint út.“ Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikritið Natan sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan 20 snýst um aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum í Húnavatnssýslu og aðdraganda hans, að sögn Mörtu Nordal leikstjóra. „Af hverju var Natan drepinn? Um það hverfist verkið. Við setjum fram hugmyndir okkar um orsakirnar en búum ekki til línulega frásögn eða niðurstöðu. Fólk fær því ekki svarið, heldur bara tilgátur um hvað hafi gerst í aðdraganda morðanna. Kannski gerðist það allt, kannski bara brot af því,“ segir Marta þegar hún er spurð hvaða póll sé tekinn í hæðina í sýningunni en að henni stendur leikhópurinn Aldrei óstelandi og bak við hann eru Marta og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem er á sviðinu. „Höfundur verksins er Salka Guðmundsdóttir,“ tekur Marta fram. „Við notum bæði frumheimildir sem við ritskoðum ekki og skáldtextann hennar. Hún skrifar inn tilgáturnar sem senurnar byggjast á. Svo höfum við unnið þetta öll saman. Stefán Hallur Stefánsson leikur Natan, Kjartan Darri Kristjánsson Friðrik og Birna Rún Eiríksdóttir Sigríði bústýru.“ Leikstjórinn Marta Nordal. Fréttablaðið/Stefán Þó Natan sé á sviðinu allan tímann er rödd hans ekki mjög skýr, að sögn Mörtu. „Natan er fórnarlamb og gerandi en er ekki til frásagnar um morðið eða aðdraganda þess. Verkið er mótað af stuttum senum og dálitlu dansleikhúsi. Eins og gerist með sýningar sem unnar eru frá grunni tekur það á sig eigin mynd, eitthvað gerist og maður fer að elta það, þá eru kannski önnur atriði sem ekki passa lengur. Svona er sköpun. En þó mýtan um ástarsamband milli Agnesar og Natans hafi verið lífseig er ekki mikil rómantík í okkar verki. Við getum alveg sagt það hreint út.“
Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira