Framtíðin er okkar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 27. október 2017 07:00 Almenningur hefur lengi kallað eftir breytingum. Óskað eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum áherslum og annarri forgangsröðun. Stofnun Viðreisnar fyrir einu og hálfu ári var svar við þessu ákalli og stefnuskrá flokksins er í samræmi við það. Hátt matarverð, ofurvextir, misrétti í launakjörum kynjanna og skortur á húsnæði. Ekkert af þessu er lögmál heldur afleiðingar pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis undanfarin ár og áratugi. Í síbreytilegum heimi felst stöðugleikinn ekki í kyrrstöðu, heldur í því að brjóta upp gömul kerfi sem eru úr sér gengin og notuð til að reisa varnarmúra um sérhagsmuni fárra. Kerfi hafa tilhneigingu til að viðhalda sér sjálf. Þegar við bætast varðmenn sem dulbúa varðstöðuna sem eftirsóknarverðan stöðugleika í stað þeirrar stöðnunar sem hún raunverulega felur í sér, þá getur verið á brattann að sækja. Stjórnmálamenn sem hafa raunverulegan áhuga á því að beita kröftum sínum í almannaþágu verða að hafa hugrekki og dug til að ráðast að rótum vandans í stað þess að bölva afleiðingunum og lofa skyndilausnum. Þær eru í besta falli til skamms tíma og kosta íslenska þjóð heiftarlega timburmenn eins og dæmin sýna. Verst er þó að skyndilausnir við rótgrónum kerfislægum vandamálum fela oftast í sér mikinn og jafnvel óyfirstíganlegan kostnað fyrir næstu kynslóðir. Leið Viðreisnar felst í faglegri nálgun samhliða áherslum á nauðsynlegar kerfisbreytingar og frjálslynd alþjóðasinnuð viðhorf. Jafnréttisáherslur Viðreisnar er nær óþarfi orðið að nefna, svo samofnar eru þær öllum stefnumálum og aðgerðum flokksins. Það er kosið um samkeppnishæf lífskjör íslenskrar þjóðar í nútíð og framtíð. Þar eru húsnæðismál og matarkostnaður fjölskylunnar, samgöngur, heilbrigðismál og velferðarmál almennt. Menntamál er fjöregg þjóðarinnar til framtíðar með valfrelsi, sveigjanleika, nýsköpun og námstækni. Það sama á við um umhverfismálin, án nokkurs vafa stærsta jafnréttismál milli kynslóða. Á öllum þessum sviðum getum við verið í fremstu röð ef við höldum rétt á spilunum. Viðreisn hefur sýnt og sannað á stuttum tíma að þar er unnið af krafti og elju að þessum stóru málum. Við erum því ófeimin við að biðja um umboð til frekari verka. Við munum fara vel með traustið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar, skipar 1. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Kosningar 2017 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur hefur lengi kallað eftir breytingum. Óskað eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum áherslum og annarri forgangsröðun. Stofnun Viðreisnar fyrir einu og hálfu ári var svar við þessu ákalli og stefnuskrá flokksins er í samræmi við það. Hátt matarverð, ofurvextir, misrétti í launakjörum kynjanna og skortur á húsnæði. Ekkert af þessu er lögmál heldur afleiðingar pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis undanfarin ár og áratugi. Í síbreytilegum heimi felst stöðugleikinn ekki í kyrrstöðu, heldur í því að brjóta upp gömul kerfi sem eru úr sér gengin og notuð til að reisa varnarmúra um sérhagsmuni fárra. Kerfi hafa tilhneigingu til að viðhalda sér sjálf. Þegar við bætast varðmenn sem dulbúa varðstöðuna sem eftirsóknarverðan stöðugleika í stað þeirrar stöðnunar sem hún raunverulega felur í sér, þá getur verið á brattann að sækja. Stjórnmálamenn sem hafa raunverulegan áhuga á því að beita kröftum sínum í almannaþágu verða að hafa hugrekki og dug til að ráðast að rótum vandans í stað þess að bölva afleiðingunum og lofa skyndilausnum. Þær eru í besta falli til skamms tíma og kosta íslenska þjóð heiftarlega timburmenn eins og dæmin sýna. Verst er þó að skyndilausnir við rótgrónum kerfislægum vandamálum fela oftast í sér mikinn og jafnvel óyfirstíganlegan kostnað fyrir næstu kynslóðir. Leið Viðreisnar felst í faglegri nálgun samhliða áherslum á nauðsynlegar kerfisbreytingar og frjálslynd alþjóðasinnuð viðhorf. Jafnréttisáherslur Viðreisnar er nær óþarfi orðið að nefna, svo samofnar eru þær öllum stefnumálum og aðgerðum flokksins. Það er kosið um samkeppnishæf lífskjör íslenskrar þjóðar í nútíð og framtíð. Þar eru húsnæðismál og matarkostnaður fjölskylunnar, samgöngur, heilbrigðismál og velferðarmál almennt. Menntamál er fjöregg þjóðarinnar til framtíðar með valfrelsi, sveigjanleika, nýsköpun og námstækni. Það sama á við um umhverfismálin, án nokkurs vafa stærsta jafnréttismál milli kynslóða. Á öllum þessum sviðum getum við verið í fremstu röð ef við höldum rétt á spilunum. Viðreisn hefur sýnt og sannað á stuttum tíma að þar er unnið af krafti og elju að þessum stóru málum. Við erum því ófeimin við að biðja um umboð til frekari verka. Við munum fara vel með traustið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar, skipar 1. sæti í Reykjavík suður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar