Handbolti

Mótherjar Íslands á EM kláruðu strákana hans Patreks á lokasprettinum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Patrekur Jóhannesson þjálfar Selfoss og Austurríki.
Patrekur Jóhannesson þjálfar Selfoss og Austurríki. vísir/getty
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta töpuðu, 34-32, fyrir Serbíu í vináttuleik á heimavelli í kvöld.

Austurríska liðið byrjaði vel og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19-15. Það var svo tveimur mörkum yfir, 31-29, þegar að lítið var eftir en það leiddi nánast allan leikinn.

Serbarnir áttu flottan endasprett og skoruðu fimm mörk á móti einu og unnu á endanum tveggja marka sigur, 34-32.

Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir EM 2018 í Króatíu þar sem Austurríki er í riðli með Frakklandi, Hvíta-Rússlandi og Noregi.

Serbar eru með okkur Íslendingum í riðli ásamt Svíum og gestgjöfum Króata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×