Bayern München vann 2-0 sigur á RB Leipzig í stórleik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildarinnar.
Dagurinn hefði ekki getað verið betri fyrir Bayern því Borussia Dortmund tapaði 4-2 fyrir Hannover.
James Rodríguez og Robert Lewandowski skoruðu mörk Bayern sem hefur gengið frábærlega eftir að gamla brýnið Jupp Heyncks tók við af Carlo Ancelotti.
Bayern er með 23 stig á toppi þýsku deildarinnar, þremur stigum á undan Dortmund og fjórum stigum á undan Leipzig.
Það hefur hallað undan fæti hjá Dortmund að undanförnu. Liðið fékk 19 stig af 21 mögulegu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum. Í síðustu þremur leikjum hefur Dortmund hins vegar aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum.
Fullkominn dagur fyrir Bæjara
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



