Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:35 Valgerður Gunnarsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður. Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður.
Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira