Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:35 Valgerður Gunnarsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður. Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður.
Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira