Hrafnhildur Lúthersdóttir náði lágmörkum í fjórum greinum fyrir EM í sundi sem fer fram í Danmörku í desember.
Hrafnhildur var í góðum gír á Extramóti SH og náði EM-lágmarki í 50, 100 og 200 metra bringusundi og 100 metra fjórsundi. Hún var aðeins 0,06 sekúndubrotum frá Íslandsmeti sínu í 50 metra bringusundi.
Tólf sundmenn náðu lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Reykjavík í byrjun desember. Nöfn þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Már Gunnarsson, ÍRB, setti tvö ný ÍF-Íslandsmet í flokki S13 í 50 metra baksundi (0:33,73) og 200 metra baksundi (2:32,37).
Sundfélag Hafnarfjarðar vann til flestra verðlauna á mótinu (35 gull, 22 silfur og 28 brons). Sunddeild Breiðablik kom næst þar á eftir (23-22-19) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar varð í 3. sæti (23-22-19).
Stigahæstu sundmennirnir voru Hrafnhildur Lúthersdóttir í 50 metra bringusundi á 0:30,53 (825 stig) og Aron Örn Stefánsson í 100 metra skriðsundi á 0:49,97 (727 stig).
EM lágmörk:
Hrafnhildur Lúthersdóttir í 50, 100 og 200m bringsund og 100m fjórsund
NM lágmörk:
Kristinn Þórarinsson í 50 og 100m baksund, 200m fjórsund
Aron Örn stefánsson í 50, 100 og 200m skriðsund
Kolbeinn Hrafnkelsson í 50 og 100m baksund
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson í 50 og 100m baksund
Predrag Milos í 50m baksund, 50 og 100m skriðsund
Brynjólfur Óli Karlsson í 50, 100 og 200m baksund
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, 100m skriðsund
Katarína Róbertsdóttir í 50m baksund
Bryndís Bolladóttir í 400m skriðsund
Patrick Viggo Vilbergsson í 400m skriðsund
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í 100m baksund og 50m flugsund
Níu mótsmet voru sett:
Hrafnhildur Lúthersdóttir (100m fjór, 50, 100 og 200m bringa)
Aron Örn Stefánsson (50, 100 og 200m skriðsund)
Kristinn Þórarinsson (100m fjórsund)
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (50m flugsund)
