Opnari stjórnarmyndun í ár en í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 20:30 Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent