Innlent

Ný ríkisstjórn tekin við: Málefni Seðlabankans færast til forsætisráðuneytisins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Vísir/Anton
Á ríkisráðsfundi í dag þar sem forseti Íslands féllst á tillögu Bjarna Benediktssonar um skipun fyrsta ráðuneytis hans voru gerðar nokkrar breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálaefna milli ráðuneyta.

Samkvæmt úrskurðinum munu málefni Seðlabanka Íslands færast til forsætisráðuneytisins frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Verkefni hagskýrslugerðar og upplýsinga um landshagi, þar með talin málefni Hagstofu Íslands, færast hins vegar frá forsætisráðuneytinu til fjármálaráðuneytis.

Að auki flytjast málefni Vísinda- og tækniráðs og málefni þjóðmenningar frá forsætisráðuneytinu til mennta- og menningarmálaráðuneytis. 

Þá færast málefni Þingvallaþjóðgarðs, að undanskildum Þingvallabænum, frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og neytendamál færast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá innanríkisráðuneytinu. 

Loks færast verkefni byggðamála til innanríkisráðuneytis en þau heyrðu áður undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Sjá nánar í meðfylgjandi forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×