Björt tók tillit til sjónarmiða Landsvirkjunar við friðunina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2017 06:00 Þjórsárver hafa verið þrætuepli í hátt í hálfa öld. vísir/vilhelm Oddviti hreppsnefndar Ásahrepps telur kosningafnyk af snöggri friðun Þjórsárvera. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tekið hafi verið tillit til athugasemda fyrirtækisins við friðunina. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stækkaði friðlandið í Þjórsárverum í gær með því að rita undir auglýsingu þess efnis. Auglýsingin felur í sér að friðlandið verður 1.563 ferkílómetrar að flatarmáli í stað um 350 áður.Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.VÍSIR/AUÐUNNHið nýja friðland er nánast hið sama og stóð til að Svandís Svavarsdóttir myndi friða áður en kosið var árið 2013. Það náðist hins vegar ekki. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, eftirmaður Svandísar í embætti, tók við ætlaði hann einnig að rita undir auglýsinguna. Við það var snögglega hætt eftir að Landsvirkjun hótaði lögsókn vegna málsins. Landsvirkjun hefur ekkert út á málið að setja nú. „Eins og hefur áður komið fram þá höfum við stutt stækkun friðlandsins. Árið 2013 var hins vegar ekki viðhaft lögmælt samráð við okkur við ákvörðunina,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Málið þá hafi snúist um tvennt. Í fyrsta lagi náði friðlandið yfir svæði sem fyrirtækið hafði hugsað undir Norðlingaölduveitu. Í öðru lagi hefðu mannvirki Landsvirkjunar í austanverðu friðlandinu lent innan þess. Fyrirtækið vildi koma sínum athugasemdum að líkt og náttúruverndarlög kveða á um. „Í friðunarferlinu nú náðum við að koma okkar athugasemdum að og voru þær teknar til greina að hluta til. Það er, mannvirkin okkar standa nú utan friðlandsins,“ segir Hörður. Friðunin hefur hins vegar ekki verið algerlega athugasemdalaus. Hluti sveitarfélaga í nágrenninu hafði ekki skilað umsögn um málið. „Þegar drög að auglýsingunni voru kynnt til umsagnar óskuðum við eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir málið. Hann dróst fram undir síðustu mánaðamót,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti hreppsnefndar Ásahrepps. Eftir það var stefnt að því að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar en hann er áætlaður á morgun. Nú liggur fyrir að það verður óþarfi. „Það lágu einhver ósköp á. Þetta er mál sem hefur verið í vinnslu í fleiri ár og það liggur ljóst fyrir að náttúran er ekki í neinni hættu á næstu vikum. Mér þykir miður að mönnum hafi ekki verið gefinn frestur til að veita umsögn um efnið,“ segir Egill. Þrátt fyrir að það sé óþarft mun hreppsnefndin taka málið fyrir á fundi sínum og skila inn umsögn þó hún sé í raun markleysa. Hann segir að nokkur sveitarfélög í grenndinni hafi náð að skila inn umsögn en önnur eigi það eftir. „Það sjá það allir sem það vilja að það er kosningafnykur af þessu,“ segir Egill að lokum. Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Oddviti hreppsnefndar Ásahrepps telur kosningafnyk af snöggri friðun Þjórsárvera. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tekið hafi verið tillit til athugasemda fyrirtækisins við friðunina. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stækkaði friðlandið í Þjórsárverum í gær með því að rita undir auglýsingu þess efnis. Auglýsingin felur í sér að friðlandið verður 1.563 ferkílómetrar að flatarmáli í stað um 350 áður.Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.VÍSIR/AUÐUNNHið nýja friðland er nánast hið sama og stóð til að Svandís Svavarsdóttir myndi friða áður en kosið var árið 2013. Það náðist hins vegar ekki. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, eftirmaður Svandísar í embætti, tók við ætlaði hann einnig að rita undir auglýsinguna. Við það var snögglega hætt eftir að Landsvirkjun hótaði lögsókn vegna málsins. Landsvirkjun hefur ekkert út á málið að setja nú. „Eins og hefur áður komið fram þá höfum við stutt stækkun friðlandsins. Árið 2013 var hins vegar ekki viðhaft lögmælt samráð við okkur við ákvörðunina,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Málið þá hafi snúist um tvennt. Í fyrsta lagi náði friðlandið yfir svæði sem fyrirtækið hafði hugsað undir Norðlingaölduveitu. Í öðru lagi hefðu mannvirki Landsvirkjunar í austanverðu friðlandinu lent innan þess. Fyrirtækið vildi koma sínum athugasemdum að líkt og náttúruverndarlög kveða á um. „Í friðunarferlinu nú náðum við að koma okkar athugasemdum að og voru þær teknar til greina að hluta til. Það er, mannvirkin okkar standa nú utan friðlandsins,“ segir Hörður. Friðunin hefur hins vegar ekki verið algerlega athugasemdalaus. Hluti sveitarfélaga í nágrenninu hafði ekki skilað umsögn um málið. „Þegar drög að auglýsingunni voru kynnt til umsagnar óskuðum við eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir málið. Hann dróst fram undir síðustu mánaðamót,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti hreppsnefndar Ásahrepps. Eftir það var stefnt að því að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar en hann er áætlaður á morgun. Nú liggur fyrir að það verður óþarfi. „Það lágu einhver ósköp á. Þetta er mál sem hefur verið í vinnslu í fleiri ár og það liggur ljóst fyrir að náttúran er ekki í neinni hættu á næstu vikum. Mér þykir miður að mönnum hafi ekki verið gefinn frestur til að veita umsögn um efnið,“ segir Egill. Þrátt fyrir að það sé óþarft mun hreppsnefndin taka málið fyrir á fundi sínum og skila inn umsögn þó hún sé í raun markleysa. Hann segir að nokkur sveitarfélög í grenndinni hafi náð að skila inn umsögn en önnur eigi það eftir. „Það sjá það allir sem það vilja að það er kosningafnykur af þessu,“ segir Egill að lokum.
Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00