Björt tók tillit til sjónarmiða Landsvirkjunar við friðunina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2017 06:00 Þjórsárver hafa verið þrætuepli í hátt í hálfa öld. vísir/vilhelm Oddviti hreppsnefndar Ásahrepps telur kosningafnyk af snöggri friðun Þjórsárvera. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tekið hafi verið tillit til athugasemda fyrirtækisins við friðunina. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stækkaði friðlandið í Þjórsárverum í gær með því að rita undir auglýsingu þess efnis. Auglýsingin felur í sér að friðlandið verður 1.563 ferkílómetrar að flatarmáli í stað um 350 áður.Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.VÍSIR/AUÐUNNHið nýja friðland er nánast hið sama og stóð til að Svandís Svavarsdóttir myndi friða áður en kosið var árið 2013. Það náðist hins vegar ekki. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, eftirmaður Svandísar í embætti, tók við ætlaði hann einnig að rita undir auglýsinguna. Við það var snögglega hætt eftir að Landsvirkjun hótaði lögsókn vegna málsins. Landsvirkjun hefur ekkert út á málið að setja nú. „Eins og hefur áður komið fram þá höfum við stutt stækkun friðlandsins. Árið 2013 var hins vegar ekki viðhaft lögmælt samráð við okkur við ákvörðunina,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Málið þá hafi snúist um tvennt. Í fyrsta lagi náði friðlandið yfir svæði sem fyrirtækið hafði hugsað undir Norðlingaölduveitu. Í öðru lagi hefðu mannvirki Landsvirkjunar í austanverðu friðlandinu lent innan þess. Fyrirtækið vildi koma sínum athugasemdum að líkt og náttúruverndarlög kveða á um. „Í friðunarferlinu nú náðum við að koma okkar athugasemdum að og voru þær teknar til greina að hluta til. Það er, mannvirkin okkar standa nú utan friðlandsins,“ segir Hörður. Friðunin hefur hins vegar ekki verið algerlega athugasemdalaus. Hluti sveitarfélaga í nágrenninu hafði ekki skilað umsögn um málið. „Þegar drög að auglýsingunni voru kynnt til umsagnar óskuðum við eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir málið. Hann dróst fram undir síðustu mánaðamót,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti hreppsnefndar Ásahrepps. Eftir það var stefnt að því að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar en hann er áætlaður á morgun. Nú liggur fyrir að það verður óþarfi. „Það lágu einhver ósköp á. Þetta er mál sem hefur verið í vinnslu í fleiri ár og það liggur ljóst fyrir að náttúran er ekki í neinni hættu á næstu vikum. Mér þykir miður að mönnum hafi ekki verið gefinn frestur til að veita umsögn um efnið,“ segir Egill. Þrátt fyrir að það sé óþarft mun hreppsnefndin taka málið fyrir á fundi sínum og skila inn umsögn þó hún sé í raun markleysa. Hann segir að nokkur sveitarfélög í grenndinni hafi náð að skila inn umsögn en önnur eigi það eftir. „Það sjá það allir sem það vilja að það er kosningafnykur af þessu,“ segir Egill að lokum. Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Oddviti hreppsnefndar Ásahrepps telur kosningafnyk af snöggri friðun Þjórsárvera. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tekið hafi verið tillit til athugasemda fyrirtækisins við friðunina. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stækkaði friðlandið í Þjórsárverum í gær með því að rita undir auglýsingu þess efnis. Auglýsingin felur í sér að friðlandið verður 1.563 ferkílómetrar að flatarmáli í stað um 350 áður.Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.VÍSIR/AUÐUNNHið nýja friðland er nánast hið sama og stóð til að Svandís Svavarsdóttir myndi friða áður en kosið var árið 2013. Það náðist hins vegar ekki. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, eftirmaður Svandísar í embætti, tók við ætlaði hann einnig að rita undir auglýsinguna. Við það var snögglega hætt eftir að Landsvirkjun hótaði lögsókn vegna málsins. Landsvirkjun hefur ekkert út á málið að setja nú. „Eins og hefur áður komið fram þá höfum við stutt stækkun friðlandsins. Árið 2013 var hins vegar ekki viðhaft lögmælt samráð við okkur við ákvörðunina,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Málið þá hafi snúist um tvennt. Í fyrsta lagi náði friðlandið yfir svæði sem fyrirtækið hafði hugsað undir Norðlingaölduveitu. Í öðru lagi hefðu mannvirki Landsvirkjunar í austanverðu friðlandinu lent innan þess. Fyrirtækið vildi koma sínum athugasemdum að líkt og náttúruverndarlög kveða á um. „Í friðunarferlinu nú náðum við að koma okkar athugasemdum að og voru þær teknar til greina að hluta til. Það er, mannvirkin okkar standa nú utan friðlandsins,“ segir Hörður. Friðunin hefur hins vegar ekki verið algerlega athugasemdalaus. Hluti sveitarfélaga í nágrenninu hafði ekki skilað umsögn um málið. „Þegar drög að auglýsingunni voru kynnt til umsagnar óskuðum við eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir málið. Hann dróst fram undir síðustu mánaðamót,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti hreppsnefndar Ásahrepps. Eftir það var stefnt að því að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar en hann er áætlaður á morgun. Nú liggur fyrir að það verður óþarfi. „Það lágu einhver ósköp á. Þetta er mál sem hefur verið í vinnslu í fleiri ár og það liggur ljóst fyrir að náttúran er ekki í neinni hættu á næstu vikum. Mér þykir miður að mönnum hafi ekki verið gefinn frestur til að veita umsögn um efnið,“ segir Egill. Þrátt fyrir að það sé óþarft mun hreppsnefndin taka málið fyrir á fundi sínum og skila inn umsögn þó hún sé í raun markleysa. Hann segir að nokkur sveitarfélög í grenndinni hafi náð að skila inn umsögn en önnur eigi það eftir. „Það sjá það allir sem það vilja að það er kosningafnykur af þessu,“ segir Egill að lokum.
Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent