Hækka verðmat á Skeljungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 11:00 Afkoma Skeljungs var yfir væntingum greinenda á fyrri helmingi ársins. Vísir/GVA Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira