Miðeind ehf., fjárfestingafélag Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis, tapaði 19,2 milljónum króna í fyrra. Til samanburðar hagnaðist félagið um 1,8 milljónir króna árið 2015. Munaði mestu um 18,4 milljóna króna tap í fyrra vegna gengismunar.
Eigið fé félagsins var um 480 milljónir króna í lok síðasta árs borið saman við um 498 milljónir í lok árs 2015, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins.
Miðeind ehf. er að öllu leyti í eigu félagsins Meson Holding A.S. sem er skráð í Lúxemborg.
Félagið átti í lok síðasta árs meðal annars 4,1 prósents hlut í Virðingu sem er bókfærður á 95,8 milljónir króna í ársreikningnum og 15,98 prósenta hlut í vefmiðlinum Kjarnanum sem er bókfærður á rúmar 14 milljónir króna.
Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Fjárfestingafélag Vilhjálms tapaði 19 milljónum
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent


Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent
Viðskipti innlent

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent


Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent