FME setur smærri fjármálafyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 07:30 Gagnrýnt hefur verið að reglur um kaupaukakerfi komi verst niður á minni fjármálafyrirtækjum. Þau séu útsettari fyrir sveiflum í rekstri og því henti þeim betur að bjóða starfsmönnum lægri föst starfskjör og hærri kaupauka. Ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins (FME) á reglum um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja gerir það að verkum að fyrirtæki sem sæta eftirliti FME eiga þess ekki lengur kost að umbuna lykilstarfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum sem tekur mið af afkomu á hverjum tíma, að mati viðmælenda Markaðarins. Lögfræðingur sem Markaðurinn ræddi við segir dómstóla eiga eftir að skera úr um hvort túlkun eftirlitsins fái staðist, en þangað til þurfi fjármálafyrirtæki að leita annarra leiða til þess að umbuna starfsfólki sínu. Íþyngjandi reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupauka, sem settar voru árið 2011, hafa ýtt undir þá þróun að sum fjármálafyrirtæki, meðal annars Arctica Finance, Fossar markaðir og Kvika banki, hafa kosið að gera lykilstarfsmenn sína að hluthöfum og umbuna þeim í formi arðgreiðslna. FME hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Arctica Finance og Kvika hafi brotið reglur eftirlitsins þar sem slíkar greiðslur hafi í reynd verið kaupaukar en ekki arðgreiðslur. Niðurstaða FME þýðir í reynd, að sögn kunnugra, að eftirlitið telji slíkt arðgreiðslufyrirkomulag ekki fá staðist samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, vildi ekki tjá sig um hvort FME hefði óskað eftir upplýsingum um arðgreiðslufyrirkomulag fyrirtækisins.Fjármálaeftirlitinu hefur lengi verið kunnugt um arðgreiðslufyrirkomulag umræddra fyrirtækja, en stofnunin gerði engar athugasemdir við það fyrr en síðasta vor eftir að Markaðurinn greindi frá því að hópur starfsmanna Kviku, sem þá voru eigendur B-hluta í bankanum, hefði fengið samanlagt hundruð milljóna króna í sinn hlut í arð vegna góðrar afkomu bankans í fyrra. Lauk rannsókn FME í haust með því að lögð var 72 milljóna króna stjórnvaldssekt á Arctica Finance og þá hefur Kvika óskað eftir því að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar. Í framhaldinu ákvað bankinn að leggja kaupaukakerfi sitt niður og innleysa þau bréf sem starfsmenn höfðu átt sem eigendur B-hluta í bankanum. Fjármálaeftirlitið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Ýta undir launaskrið „Þetta er eina atvinnugreinin sem setur svona stífar reglur um sveigjanlegar starfsgreiðslur,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Ræða þurfi „fordómalaust“ hvort ekki sé ástæða til þess að hækka hlutfall sveigjanlegra starfskjara af föstum árslaunum. Allt frá því að reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi voru settar árið 2011 hafa þær sætt gagnrýni, sér í lagi af hálfu smærri fjármálafyrirtækja sem telja þær ýta undir launaskrið og skerða samkeppnisstöðu þeirra gagnvart stóru bönkunum þar sem fastur rekstrarkostnaður er hlutfallslega mun minni. Af þeim ástæðum fóru sum íslensk fjármálafyrirtæki þá leið að gera lykilstarfsmenn sína að hluthöfum, sem hefðu þó ekki atkvæðarétt sem B, C eða D-hluthafar, og umbuna þeim í formi arðgreiðslna sem tæki mið af afkomu hvers árs. Fyrirtækin kjósa þannig að greiða lykilstarfsmönnum lægri föst laun og arð í takt við árangur á hverjum tíma í stað þess að greiða hærri föst laun og enga kaupauka. Fyrirkomulagið er ekki ólíkt því sem þekkist hjá meðal annars lögmannsstofum, endurskoðendafyrirtækjum og verkfræðistofum. Þess má þó geta að arðgreiðslufyrirkomulagi Arctica var komið á laggirnar við stofnun félagsins árið 2009, tveimur árum áður en kaupaukareglurnar tóku gildi."Það er enginn að tala um að leyfa himinháar bónusgreiðslur, heldur að heimila fjármálafyrirtækjum með sveiflukenndar tekjur að hafa hluta launagreiðslna til starfsmanna sinna tengdan afkomu,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF.Reglur Fjármálaeftirlitsins hafa sætt gagnrýni á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja sem hafa margoft bent á að þær séu meira íþyngjandi og strangari en gengur og gerist annars staðar í Evrópu. Hætt sé við því að strangar séríslenskar reglur skerði samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Hafa samtökin sérstaklega vakið athygli á því að þau ríki sem við berum okkur gjarnan saman við, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, hafi ekki séð ástæðu til þess að setja strangari reglur um kaupaukagreiðslur en kveðið er á um í regluverki Evrópusambandsins. Gagnrýnin hefur í fyrsta lagi snúið að því að kaupauki starfsmanna megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra. Til samanburðar miða Norðurlöndin, sem hafa innleitt að fullu tilskipun Evrópusambandsins um kaupaukagreiðslur, við að hlutfall árangurstengdra greiðslna geti verið allt að 100 prósent af árslaunum auk þess sem hluthafafundi fjármálafyrirtækis er heimilt að hækka hlutfallið í 200 prósent. Í öðru lagi heimila íslensku reglurnar fyrirtækjum að endurkrefja starfsmenn um þegar útgreiddan kaupauka fimm ár aftur í tímann ef í ljós kemur að árangur hafi að verulegu leyti vikið frá því sem gert var ráð fyrir þegar ákveðið var að greiða út kaupaukann. Reglurnar þykja skerða réttindi starfsmanna og setja þá í „óviðunandi stöðu“ að mati SFF. Þá hefur í þriðja lagi verið gagnrýnd regla sem leggur blátt bann við kaupauka til starfsmanna sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu. Um séríslenska reglu er að ræða, en hin Norðurlöndin heimila kaupauka til starfsmanna sem starfa í svonefndum eftirlitseiningum fyrirtækis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.Féllu frá áformununum Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, lagði vorið 2014 fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að efni Evróputilskipunar um breytileg starfskjör fjármálafyrirtækja yrði í megindráttum tekið upp í íslenska löggjöf. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að kaupaukar starfsmanna í fjármálageiranum gætu numið allt að 100 prósentum af árslaunum, en sú heimild miðaðist við að samþykki fengist frá tveimur þriðju hluthafa. Vakti umrædd tillaga hörð viðbrögð og svo fór að lokum að ákveðið var að falla frá áformununum. Er staðan því enn sú – að íslenskum rétti – að íslensku reglurnar ganga umtalsvert lengra en þær evrópsku í að reisa skorður við kaupaukagreiðslum til starfsmanna fjármálafyrirtækja.Ólíku saman að jafna Framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis, sem Markaðurinn ræddi við, segir undarlegt að bæði löggjafinn og Fjármálaeftirlitið hafi ákveðið að setja öll fjármálafyrirtæki, hvort sem þau eru kerfislega mikilvæg eða ekki, undir sama hatt. Annars staðar í Evrópu sé gerður greinarmunur á fyrirtækjum í þessum efnum. „Maður skilur rökin á bak við reglurnar. Að koma þurfi í veg fyrir að félög taki óþarfa áhættu í kerfislega mikilvægum rekstri, þar sem ríkið þarf að hlaupa undir bagga ef illa fer. En það á alls ekki við um öll félög. Smærri verðbréfafyrirtæki hafa til dæmis engar heimildir til þess að taka á móti innlánum frá almenningi. Það er ólíku saman að jafna.“ Annar stjórnandi fjármálafyrirtækis bendir á að kaupaukareglurnar ýti óhjákvæmilega undir fastan launakostnað. Smærri fjármálafyrirtæki eigi erfiðara um vik en þau stærri að takast á við háan launagrunn. „Það er meiri fyrirsjáanleiki í tekjum stærri fjármálafyrirtækja eins og bankanna. Stærstur hluti tekna þeirra er vaxtatekjur af útlánasafni sem er nokkuð fyrirsjáanlegt hverjar eru á hverjum tíma. Í starfsemi smærri fjármálafyrirtækja snýst hins vegar allt um þóknanatekjur, hvort sem það er í miðlun, fyrirtækjaráðgjöf eða eignastýringu. Reksturinn þar er sveiflukenndari.“ Gagnrýni í þessum dúr hefur heyrst frá mörgum smærri fjármálafyrirtækjum landsins. Þannig tók verðbréfafyrirtækið Virðing fram í umsögn til Alþingis árið 2015 að raunveruleg hætta væri á því að of strangar reglur um kaupauka leiddu til þess að smærri fjármálafyrirtæki „sitji eftir í baráttu um hæfa starfsmenn. Geta þessara fyrirtækja til að greiða há föst laun er einfaldlega ekki sú sama og stærri fyrirtækjanna og því eru líkur á að þau fyrirtæki hafi alltaf forskot þegar kemur að ráðningu hæfustu starfsmannanna“. Það muni smám saman draga úr getu smærri fjármálafyrirtækja til þess að keppa á samkeppnisgrundvelli við stærri fjármálafyrirtækin. Minna séríslenskt „Eftir hrun var eðlilega rifið í handbremsuna, ef svo má segja, víða í regluverkinu,“ segir Katrín. „Það hafa verið gerðar miklar breytingar á öllu regluverki á sviði fjármálamarkaða síðan þá, en sem dæmi samþykkti Alþingi síðasta haust að taka upp, ásamt öðrum EES-ríkjum, evrópska eftirlitskerfið og á komandi árum koma inn í íslenska löggjöf á þriðja hundrað gerðir frá Evrópu sem tengjast fjármálamörkuðum. Gagnsæið hefur aukist og ramminn utan um kerfið styrkst og skýrst. Það er allt til bóta.“ Hins vegar tekur hún fram að ræða þurfi „fordómalaust“ hvort allar reglurnar séu til þess fallnar að ná þeim árangri sem að sé stefnt. Reglur um sveigjanleg starfskjör innan fjármálafyrirtækja séu á meðal þeirra sem ræða þurfi.„Það má segja að fyrir hrun hafi verið gengið allt of langt í kaupaukagreiðslum fjármálafyrirtækja. En við verðum að velta því fyrir okkur hvort einhverjir aðilar á fjármálamarkaði eigi að hafa möguleika á sveigjanlegri starfskjörum. Í því sambandi er oft talað um minni fyrirtækin því þau eru ekki kerfislega mikilvæg og tekjur þeirra eru sveiflukenndar. Í slíkum tilfellum getur verið eðlilegt að vera með sveiflukennd starfskjör, því annars er hætt við því að fasti kostnaðurinn rjúki upp og að kjörin verði algjörlega óháð gengi viðkomandi fyrirtækis á hverjum tíma. Einnig þarf að líta til eðlis starfanna. Hvort það séu einhverjir hópar sem ættu fremur að fá að búa við sveigjanleg starfskjör en að vera með föst laun. Umræðan hefur – kannski skiljanlega – aðallega snúið að þeim sem eru í efstu lögum þessarar starfsemi. En við eigum einnig að ræða hvort aðrir en stjórnendur eigi í einhverjum tilfellum að fá að vera á sveigjanlegum starfskjörum. Þá gæti það verið háð ákveðnum skilyrðum út frá eðli starfsins og áhættusjónarmiðum. Slíkt fyrirkomulag gæti dregið úr áhættu innan kerfisins ef það eru sett ströng skilyrði fyrir því hvenær, með hvaða hætti og undir hvaða kringumstæðum starfsmenn geta fengið greiðslur í slíku formi. Ég vona að stjórnmálin og samfélagið taki þátt í því að horfa á þetta kalt, en ekki út frá því sem gerðist árið 2008. Það er enginn að tala um að leyfa himinháar bónusgreiðslur, heldur að heimila fjármálafyrirtækjum með sveiflukenndar tekjur að hafa hluta launagreiðslna til starfsmanna sinna tengdan afkomu.“ Katrín bendir á mikilvægi þess að við eltum önnur Evrópuríki og göngum í takt við alþjóðaumhverfið. „Við erum að taka upp Evrópuregluverkið. Þeim mun meira af séríslenskum reglum sem við tökum upp, þeim mun snúnara verður umhverfið fyrir fyrirtæki hér á landi. Auðvitað geta einhverjar séríslenskar aðstæður, til dæmis smæðin, kallað á að við gerum eitthvað öðruvísi en önnur ríki. En það skiptir ekki síst máli núna, þegar gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin og við eigum í mikilli samkeppni um fólk, að við fylgjum öðrum Evrópuríkjum að langmestu leyti. Og ég hef ekki heyrt neinn mótmæla því. Þar er verið að stíga mjög ákveðin skref í átt að því að herða regluverkið.“Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins (FME) á reglum um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja gerir það að verkum að fyrirtæki sem sæta eftirliti FME eiga þess ekki lengur kost að umbuna lykilstarfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum sem tekur mið af afkomu á hverjum tíma, að mati viðmælenda Markaðarins. Lögfræðingur sem Markaðurinn ræddi við segir dómstóla eiga eftir að skera úr um hvort túlkun eftirlitsins fái staðist, en þangað til þurfi fjármálafyrirtæki að leita annarra leiða til þess að umbuna starfsfólki sínu. Íþyngjandi reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupauka, sem settar voru árið 2011, hafa ýtt undir þá þróun að sum fjármálafyrirtæki, meðal annars Arctica Finance, Fossar markaðir og Kvika banki, hafa kosið að gera lykilstarfsmenn sína að hluthöfum og umbuna þeim í formi arðgreiðslna. FME hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Arctica Finance og Kvika hafi brotið reglur eftirlitsins þar sem slíkar greiðslur hafi í reynd verið kaupaukar en ekki arðgreiðslur. Niðurstaða FME þýðir í reynd, að sögn kunnugra, að eftirlitið telji slíkt arðgreiðslufyrirkomulag ekki fá staðist samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, vildi ekki tjá sig um hvort FME hefði óskað eftir upplýsingum um arðgreiðslufyrirkomulag fyrirtækisins.Fjármálaeftirlitinu hefur lengi verið kunnugt um arðgreiðslufyrirkomulag umræddra fyrirtækja, en stofnunin gerði engar athugasemdir við það fyrr en síðasta vor eftir að Markaðurinn greindi frá því að hópur starfsmanna Kviku, sem þá voru eigendur B-hluta í bankanum, hefði fengið samanlagt hundruð milljóna króna í sinn hlut í arð vegna góðrar afkomu bankans í fyrra. Lauk rannsókn FME í haust með því að lögð var 72 milljóna króna stjórnvaldssekt á Arctica Finance og þá hefur Kvika óskað eftir því að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar. Í framhaldinu ákvað bankinn að leggja kaupaukakerfi sitt niður og innleysa þau bréf sem starfsmenn höfðu átt sem eigendur B-hluta í bankanum. Fjármálaeftirlitið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Ýta undir launaskrið „Þetta er eina atvinnugreinin sem setur svona stífar reglur um sveigjanlegar starfsgreiðslur,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Ræða þurfi „fordómalaust“ hvort ekki sé ástæða til þess að hækka hlutfall sveigjanlegra starfskjara af föstum árslaunum. Allt frá því að reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi voru settar árið 2011 hafa þær sætt gagnrýni, sér í lagi af hálfu smærri fjármálafyrirtækja sem telja þær ýta undir launaskrið og skerða samkeppnisstöðu þeirra gagnvart stóru bönkunum þar sem fastur rekstrarkostnaður er hlutfallslega mun minni. Af þeim ástæðum fóru sum íslensk fjármálafyrirtæki þá leið að gera lykilstarfsmenn sína að hluthöfum, sem hefðu þó ekki atkvæðarétt sem B, C eða D-hluthafar, og umbuna þeim í formi arðgreiðslna sem tæki mið af afkomu hvers árs. Fyrirtækin kjósa þannig að greiða lykilstarfsmönnum lægri föst laun og arð í takt við árangur á hverjum tíma í stað þess að greiða hærri föst laun og enga kaupauka. Fyrirkomulagið er ekki ólíkt því sem þekkist hjá meðal annars lögmannsstofum, endurskoðendafyrirtækjum og verkfræðistofum. Þess má þó geta að arðgreiðslufyrirkomulagi Arctica var komið á laggirnar við stofnun félagsins árið 2009, tveimur árum áður en kaupaukareglurnar tóku gildi."Það er enginn að tala um að leyfa himinháar bónusgreiðslur, heldur að heimila fjármálafyrirtækjum með sveiflukenndar tekjur að hafa hluta launagreiðslna til starfsmanna sinna tengdan afkomu,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF.Reglur Fjármálaeftirlitsins hafa sætt gagnrýni á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja sem hafa margoft bent á að þær séu meira íþyngjandi og strangari en gengur og gerist annars staðar í Evrópu. Hætt sé við því að strangar séríslenskar reglur skerði samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Hafa samtökin sérstaklega vakið athygli á því að þau ríki sem við berum okkur gjarnan saman við, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, hafi ekki séð ástæðu til þess að setja strangari reglur um kaupaukagreiðslur en kveðið er á um í regluverki Evrópusambandsins. Gagnrýnin hefur í fyrsta lagi snúið að því að kaupauki starfsmanna megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra. Til samanburðar miða Norðurlöndin, sem hafa innleitt að fullu tilskipun Evrópusambandsins um kaupaukagreiðslur, við að hlutfall árangurstengdra greiðslna geti verið allt að 100 prósent af árslaunum auk þess sem hluthafafundi fjármálafyrirtækis er heimilt að hækka hlutfallið í 200 prósent. Í öðru lagi heimila íslensku reglurnar fyrirtækjum að endurkrefja starfsmenn um þegar útgreiddan kaupauka fimm ár aftur í tímann ef í ljós kemur að árangur hafi að verulegu leyti vikið frá því sem gert var ráð fyrir þegar ákveðið var að greiða út kaupaukann. Reglurnar þykja skerða réttindi starfsmanna og setja þá í „óviðunandi stöðu“ að mati SFF. Þá hefur í þriðja lagi verið gagnrýnd regla sem leggur blátt bann við kaupauka til starfsmanna sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu. Um séríslenska reglu er að ræða, en hin Norðurlöndin heimila kaupauka til starfsmanna sem starfa í svonefndum eftirlitseiningum fyrirtækis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.Féllu frá áformununum Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, lagði vorið 2014 fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að efni Evróputilskipunar um breytileg starfskjör fjármálafyrirtækja yrði í megindráttum tekið upp í íslenska löggjöf. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að kaupaukar starfsmanna í fjármálageiranum gætu numið allt að 100 prósentum af árslaunum, en sú heimild miðaðist við að samþykki fengist frá tveimur þriðju hluthafa. Vakti umrædd tillaga hörð viðbrögð og svo fór að lokum að ákveðið var að falla frá áformununum. Er staðan því enn sú – að íslenskum rétti – að íslensku reglurnar ganga umtalsvert lengra en þær evrópsku í að reisa skorður við kaupaukagreiðslum til starfsmanna fjármálafyrirtækja.Ólíku saman að jafna Framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis, sem Markaðurinn ræddi við, segir undarlegt að bæði löggjafinn og Fjármálaeftirlitið hafi ákveðið að setja öll fjármálafyrirtæki, hvort sem þau eru kerfislega mikilvæg eða ekki, undir sama hatt. Annars staðar í Evrópu sé gerður greinarmunur á fyrirtækjum í þessum efnum. „Maður skilur rökin á bak við reglurnar. Að koma þurfi í veg fyrir að félög taki óþarfa áhættu í kerfislega mikilvægum rekstri, þar sem ríkið þarf að hlaupa undir bagga ef illa fer. En það á alls ekki við um öll félög. Smærri verðbréfafyrirtæki hafa til dæmis engar heimildir til þess að taka á móti innlánum frá almenningi. Það er ólíku saman að jafna.“ Annar stjórnandi fjármálafyrirtækis bendir á að kaupaukareglurnar ýti óhjákvæmilega undir fastan launakostnað. Smærri fjármálafyrirtæki eigi erfiðara um vik en þau stærri að takast á við háan launagrunn. „Það er meiri fyrirsjáanleiki í tekjum stærri fjármálafyrirtækja eins og bankanna. Stærstur hluti tekna þeirra er vaxtatekjur af útlánasafni sem er nokkuð fyrirsjáanlegt hverjar eru á hverjum tíma. Í starfsemi smærri fjármálafyrirtækja snýst hins vegar allt um þóknanatekjur, hvort sem það er í miðlun, fyrirtækjaráðgjöf eða eignastýringu. Reksturinn þar er sveiflukenndari.“ Gagnrýni í þessum dúr hefur heyrst frá mörgum smærri fjármálafyrirtækjum landsins. Þannig tók verðbréfafyrirtækið Virðing fram í umsögn til Alþingis árið 2015 að raunveruleg hætta væri á því að of strangar reglur um kaupauka leiddu til þess að smærri fjármálafyrirtæki „sitji eftir í baráttu um hæfa starfsmenn. Geta þessara fyrirtækja til að greiða há föst laun er einfaldlega ekki sú sama og stærri fyrirtækjanna og því eru líkur á að þau fyrirtæki hafi alltaf forskot þegar kemur að ráðningu hæfustu starfsmannanna“. Það muni smám saman draga úr getu smærri fjármálafyrirtækja til þess að keppa á samkeppnisgrundvelli við stærri fjármálafyrirtækin. Minna séríslenskt „Eftir hrun var eðlilega rifið í handbremsuna, ef svo má segja, víða í regluverkinu,“ segir Katrín. „Það hafa verið gerðar miklar breytingar á öllu regluverki á sviði fjármálamarkaða síðan þá, en sem dæmi samþykkti Alþingi síðasta haust að taka upp, ásamt öðrum EES-ríkjum, evrópska eftirlitskerfið og á komandi árum koma inn í íslenska löggjöf á þriðja hundrað gerðir frá Evrópu sem tengjast fjármálamörkuðum. Gagnsæið hefur aukist og ramminn utan um kerfið styrkst og skýrst. Það er allt til bóta.“ Hins vegar tekur hún fram að ræða þurfi „fordómalaust“ hvort allar reglurnar séu til þess fallnar að ná þeim árangri sem að sé stefnt. Reglur um sveigjanleg starfskjör innan fjármálafyrirtækja séu á meðal þeirra sem ræða þurfi.„Það má segja að fyrir hrun hafi verið gengið allt of langt í kaupaukagreiðslum fjármálafyrirtækja. En við verðum að velta því fyrir okkur hvort einhverjir aðilar á fjármálamarkaði eigi að hafa möguleika á sveigjanlegri starfskjörum. Í því sambandi er oft talað um minni fyrirtækin því þau eru ekki kerfislega mikilvæg og tekjur þeirra eru sveiflukenndar. Í slíkum tilfellum getur verið eðlilegt að vera með sveiflukennd starfskjör, því annars er hætt við því að fasti kostnaðurinn rjúki upp og að kjörin verði algjörlega óháð gengi viðkomandi fyrirtækis á hverjum tíma. Einnig þarf að líta til eðlis starfanna. Hvort það séu einhverjir hópar sem ættu fremur að fá að búa við sveigjanleg starfskjör en að vera með föst laun. Umræðan hefur – kannski skiljanlega – aðallega snúið að þeim sem eru í efstu lögum þessarar starfsemi. En við eigum einnig að ræða hvort aðrir en stjórnendur eigi í einhverjum tilfellum að fá að vera á sveigjanlegum starfskjörum. Þá gæti það verið háð ákveðnum skilyrðum út frá eðli starfsins og áhættusjónarmiðum. Slíkt fyrirkomulag gæti dregið úr áhættu innan kerfisins ef það eru sett ströng skilyrði fyrir því hvenær, með hvaða hætti og undir hvaða kringumstæðum starfsmenn geta fengið greiðslur í slíku formi. Ég vona að stjórnmálin og samfélagið taki þátt í því að horfa á þetta kalt, en ekki út frá því sem gerðist árið 2008. Það er enginn að tala um að leyfa himinháar bónusgreiðslur, heldur að heimila fjármálafyrirtækjum með sveiflukenndar tekjur að hafa hluta launagreiðslna til starfsmanna sinna tengdan afkomu.“ Katrín bendir á mikilvægi þess að við eltum önnur Evrópuríki og göngum í takt við alþjóðaumhverfið. „Við erum að taka upp Evrópuregluverkið. Þeim mun meira af séríslenskum reglum sem við tökum upp, þeim mun snúnara verður umhverfið fyrir fyrirtæki hér á landi. Auðvitað geta einhverjar séríslenskar aðstæður, til dæmis smæðin, kallað á að við gerum eitthvað öðruvísi en önnur ríki. En það skiptir ekki síst máli núna, þegar gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin og við eigum í mikilli samkeppni um fólk, að við fylgjum öðrum Evrópuríkjum að langmestu leyti. Og ég hef ekki heyrt neinn mótmæla því. Þar er verið að stíga mjög ákveðin skref í átt að því að herða regluverkið.“Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira