Sýknaður af því að berja fyrrverandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. október 2017 06:00 Lögregla mætti á staðinn og tók myndir af áverkum konunnar. Það þótti ekki nægt til sönnunar. Vísir/Eyþór Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira