Spennt fyrir því að fá Íslendinga til Rússlands Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2017 06:00 Berglind segir að íslenska landsliðið og íslenskir stuðningsmenn hafi verið talsvert til umfjöllunar í rússneskum fjölmiðlum. vísir/eyþór „Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
„Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18