Handbolti

Rúnar á leið til Danmerkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar á síðasta HM.
Rúnar á síðasta HM. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason mun flytja sig frá Þýskalandi til Danmerkur næsta sumar.

Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Rúnar náð samkomulagi við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg en liðið er í níunda sæti dönsku deildarinnar í dag.

Skyttan skotfasta spilar í dag með Hannover-Burgdorf og hefur gert frá árinu 2013.

Rúnar hefur einnig spilað með Rhein-Neckar Löwen, Grosswallstadt, Bergischer og Füchse Berlin í Þýskalandi en hann fór í atvinnumennsku árið 2009.

Hinn 29 ára gamli Rúnar hefur lítið fengið að spila með liði Hannover og hefur því ákveðið að róa á önnur mið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×