Hunt átti að vera í aðalbardaga kvöldsins gegn Marcin Tybura en var tekinn af bardaganum og Fabricio Werdum settur í hans stað. UFC sagði að heilsufarsástæður væri ástæðan fyrir þessari breytingu.
Hunt sagði meðal annars á Instagram að Dana White, forseti UFC, væri drullusokkur sem mætti eiga von á lögsókn vegna þessa máls. White mætti síðan kyssa á honum bossann.
Hunt segir að það sé í góðu lagi með sig og þar af leiðandi engin ástæða til þess að taka hann af bardaganum.