Með fjárfestingu skal land byggja Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 13. október 2017 07:00 Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun