Gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2017 10:00 Inga Sólveig býr til sannkallaðan ævintýraheim úr ljósmyndum sínum. Vísir/Stefán Mér finnst mjög gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði með myndavélina og á orðið gríðarlega mikið af myndum. Ég tók þá ákvörðun að raða nokkrum þeirra upp í samsett verk og það kemur nokkuð vel út.“ Þetta segir Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari sem er með sýninguna Nokkur þúsund augnablik á Njálsgötu 49 til 5. nóvember. Hún kveðst haldin eins konar ferðafýsn. „Alveg frá því ég var barn og las af áfergju 1001 nótt og skoðaði myndir af ættbálkum Afríku, dreymdi mig um að ferðast til fjarlægra landa og sá draumur hefur uppfyllst af og til. Það gefur mér alltaf jafn mikið að upplifa aðra menningu, fólk, byggingar og andrúmsloft.“Hurðir eru listaverk sem hylja leyndardóma.Myndirnar sem Inga Sólveig sýnir í RAMskram eru svarthvítar og teknar í þremur löndum, Kúbu, Egyptalandi og Sovétríkjunum gömlu. „Ég fór til Sovétríkjanna 1989 og ákvað að skella myndum þaðan saman í eina seríu,“ segir hún. „Svo er eitt verk með 56 hurðum. Þær myndir eru víðs vegar að.“ Spurð hvort hún raði myndunum sjálf upp í tölvunni svarar hún: „Já, það er í fyrsta skipti sem ég hef þann hátt á. Þegar ég hef búið til samsett verk áður hef ég gert þau í höndunum, því ég er frekar tæknifælin. En nú byrjaði ég á að skanna myndirnar inn og raða þeim svo upp í tölvunni.“ Inga Sólveig kveðst eiga stafræna vél, „en þegar ég er í spariskapinu er ég yfirleitt með filmur,“ segir hún. „Það er langskemmtilegast að taka á einhverjar gamlar Rolyflex-vélar. Svo er ég með aðstöðu til að framkalla og geri það líka. Mér finnst rosa gaman að vinna í myrkraherberginu og stundum mála ég ofan í svarthvítu myndirnar á gamaldags máta. Öll svona handavinna er skemmtileg.“ Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Mér finnst mjög gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði með myndavélina og á orðið gríðarlega mikið af myndum. Ég tók þá ákvörðun að raða nokkrum þeirra upp í samsett verk og það kemur nokkuð vel út.“ Þetta segir Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari sem er með sýninguna Nokkur þúsund augnablik á Njálsgötu 49 til 5. nóvember. Hún kveðst haldin eins konar ferðafýsn. „Alveg frá því ég var barn og las af áfergju 1001 nótt og skoðaði myndir af ættbálkum Afríku, dreymdi mig um að ferðast til fjarlægra landa og sá draumur hefur uppfyllst af og til. Það gefur mér alltaf jafn mikið að upplifa aðra menningu, fólk, byggingar og andrúmsloft.“Hurðir eru listaverk sem hylja leyndardóma.Myndirnar sem Inga Sólveig sýnir í RAMskram eru svarthvítar og teknar í þremur löndum, Kúbu, Egyptalandi og Sovétríkjunum gömlu. „Ég fór til Sovétríkjanna 1989 og ákvað að skella myndum þaðan saman í eina seríu,“ segir hún. „Svo er eitt verk með 56 hurðum. Þær myndir eru víðs vegar að.“ Spurð hvort hún raði myndunum sjálf upp í tölvunni svarar hún: „Já, það er í fyrsta skipti sem ég hef þann hátt á. Þegar ég hef búið til samsett verk áður hef ég gert þau í höndunum, því ég er frekar tæknifælin. En nú byrjaði ég á að skanna myndirnar inn og raða þeim svo upp í tölvunni.“ Inga Sólveig kveðst eiga stafræna vél, „en þegar ég er í spariskapinu er ég yfirleitt með filmur,“ segir hún. „Það er langskemmtilegast að taka á einhverjar gamlar Rolyflex-vélar. Svo er ég með aðstöðu til að framkalla og geri það líka. Mér finnst rosa gaman að vinna í myrkraherberginu og stundum mála ég ofan í svarthvítu myndirnar á gamaldags máta. Öll svona handavinna er skemmtileg.“
Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira