Frá bjórkvöldum yfir í elegans óperunnar Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. október 2017 16:00 Söngvari, rappari, leikari og nú óperusöngvari (eða smaladrengur). Vísir/Eyþór Leikarinn, söngvarinn og rapparinn Sigurbjartur Sturla Atlason syngur hlutverk smala í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu – réttara sagt syngur hann aríuna Io de sospiri te ne rimanno tanti. Líklega ekki oft sem íslenskur poppari stígur á svið með Íslensku óperunni og hefur upp raust sína. Reyndar er þetta í annað sinn sem Sigurbjartur kemur fram hjá óperunni en hann lék þögult hlutverk í Évgení Onegin eftir Tsjajkovskí í fyrra. Eins og flestir ættu að vita kemur Sigurbjartur fram undir nafninu Sturla Atlas þar sem hann syngur og rappar um ástir og örlög ungs fólks í dag við miklar vinsældir.Hefurðu verið að æfa þig í að syngja einhverjar aríur fyrir framan spegilinn svona baksviðs áður en þú ferð á svið sem Sturla Atlas? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég var upphaflega ráðinn til að leika í sýningunni – síðan er þarna hlutverk sem er skrifað fyrir ungan dreng og þeim fannst það að láta mig syngja það vera farsælasta lausnin. Ég er að syngja þarna í falsettu allan tímann, það er dálítið skemmtilegt.“Er það ekkert erfitt? „Mér finnst þetta ekkert vera neitt ÞAÐ erfitt – mér fannst þetta svolítið steikt og fyndið fyrst þegar ég heyrði þetta af því að ég var ekkert að búast við að þetta væri eitthvað fyrir mig eða eitthvað sem myndi koma vel út, ég leyfði mér að efast um það. Núna finnst mér þetta mjög flott, eiginlega alveg geðveikt og ég er mjög spenntur að gera þetta.“Þannig að þú ert bara kominn í hámenninguna núna? „Þetta er mjög „classy“. Maður hefur auðvitað upplifað sitthvað, að spila á ýmsum svona lágmenningargiggum síðustu tvö ár – kannski mikið af bjórkvöldum á Spot í Kópavogi en núna fær maður elegansinn og hámenninguna.“Má búast við óperusöng í næsta viðlagi hjá Sturlu Atlas? „Ég held að ég myndi ekki komast upp með það?… en ég veit það ekki, kannski.“ Verkið verður frumsýnt 21. október og fyrir alla æsta aðdáendur Sturlu Atlas þá stígur smaladrengurinn á sviðið í upphafi 3. þáttar. Hér fyrir neðan má hlýða á söngkonuna Katiu Velletaz syngja aríuna. Tengdar fréttir Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. 17. mars 2017 16:00 Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. 7. október 2017 09:00 Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikarinn, söngvarinn og rapparinn Sigurbjartur Sturla Atlason syngur hlutverk smala í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu – réttara sagt syngur hann aríuna Io de sospiri te ne rimanno tanti. Líklega ekki oft sem íslenskur poppari stígur á svið með Íslensku óperunni og hefur upp raust sína. Reyndar er þetta í annað sinn sem Sigurbjartur kemur fram hjá óperunni en hann lék þögult hlutverk í Évgení Onegin eftir Tsjajkovskí í fyrra. Eins og flestir ættu að vita kemur Sigurbjartur fram undir nafninu Sturla Atlas þar sem hann syngur og rappar um ástir og örlög ungs fólks í dag við miklar vinsældir.Hefurðu verið að æfa þig í að syngja einhverjar aríur fyrir framan spegilinn svona baksviðs áður en þú ferð á svið sem Sturla Atlas? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég var upphaflega ráðinn til að leika í sýningunni – síðan er þarna hlutverk sem er skrifað fyrir ungan dreng og þeim fannst það að láta mig syngja það vera farsælasta lausnin. Ég er að syngja þarna í falsettu allan tímann, það er dálítið skemmtilegt.“Er það ekkert erfitt? „Mér finnst þetta ekkert vera neitt ÞAÐ erfitt – mér fannst þetta svolítið steikt og fyndið fyrst þegar ég heyrði þetta af því að ég var ekkert að búast við að þetta væri eitthvað fyrir mig eða eitthvað sem myndi koma vel út, ég leyfði mér að efast um það. Núna finnst mér þetta mjög flott, eiginlega alveg geðveikt og ég er mjög spenntur að gera þetta.“Þannig að þú ert bara kominn í hámenninguna núna? „Þetta er mjög „classy“. Maður hefur auðvitað upplifað sitthvað, að spila á ýmsum svona lágmenningargiggum síðustu tvö ár – kannski mikið af bjórkvöldum á Spot í Kópavogi en núna fær maður elegansinn og hámenninguna.“Má búast við óperusöng í næsta viðlagi hjá Sturlu Atlas? „Ég held að ég myndi ekki komast upp með það?… en ég veit það ekki, kannski.“ Verkið verður frumsýnt 21. október og fyrir alla æsta aðdáendur Sturlu Atlas þá stígur smaladrengurinn á sviðið í upphafi 3. þáttar. Hér fyrir neðan má hlýða á söngkonuna Katiu Velletaz syngja aríuna.
Tengdar fréttir Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. 17. mars 2017 16:00 Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. 7. október 2017 09:00 Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. 17. mars 2017 16:00
Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. 7. október 2017 09:00