Segir sérreglur um mjólkurframleiðslu ekki ganga lengur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2017 18:42 Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, voru meðal gestir Víglínunnar í dag. Vísir/Skjáskot Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og nýkjörinn formaður Viðreisnar, telur grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld haldi áfram stuðningi við bændur. Hún ítrekar þó að ekki beri að stimpla núverandi kerfi sem fullkomið og að enn fremur gangi ekki að mjólkurframleiðsla fái undanþágu frá samkeppnislögum. Þorgerður Katrín var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag og ræddi þar stöðu landbúnaðarmála.Bætti í búvörusamning gegn því að farið yrði í raunhæfar breytingrAðspurð vildi Þorgerður Katrín ekki gangast við því að hafa stefnt að því að „rústa bændum í sauðfjárrækt“ í embætti landbúnaðarráðherra. „Finnst þér það virkilega þegar ég beiti mér fyrir því að koma með viðbót inn í tiltölulega nýgerðan búvörusamning? Og það er náttúrulega hróplegt að korteri eftir að búvörusamningurinn er gerður, sem vel að merkja Samfylkingin samþykkti líka, þá koma bændur til ríkisins og vilja fá til viðbótar. Þá hlýtur að vera eitthvað að.“Sjá einnig: Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Þá kvaðst hún hafa verið að bæta í þann samning sem búið var að gera. „Já, ég var að gera það, gegn því að við færum í raunhæfar breytingar á stuðningskerfi landbúnaðarins. Við horfumst í augu við vandamálið, færum að styðja við þá bændur sem væru raunverulega á fullu í greininni, unga bændur, við færum í það að svæðisbinda styrkina, það vildi bændaforystan ekki,“ sagði Þorgerður Katrín.Gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglurÞorgerður Katrín sagði enn fremur að reynt hefði verið að ná jafnvægi á framleiðslu í landbúnaði og gera úttekt á afurðastöðvum. Ekki þýddi þó að stimpla kerfið, sem nú væri við lýði, fullkomið. „Það er algjört grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld, og ég vona að hvaða flokkar sem það eru, við ætlum að halda áfram að styðja við bændur. En það þýðir ekki að við stimplum núverandi kerfi sem fullkomið, og það sama gildir til dæmis um mjólkurframleiðsluna,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagðist finna fyrir andstöðu nokkurra flokka á Alþingi við breytingar á því fyrirkomulagi en málið var áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs. „Það gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglur eða undanþágu frá samkeppnislögum. Ég finn fyrir miklum mótbyr af hálfu Sjálfstæðismanna við því að breyta því, af hálfu Framsóknarmanna og örugglega Miðflokksins líka.“Viðtal Heimis Más við þær Margréti Tryggvadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, má sjá í heild sinni hér að neðan. Víglínan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og nýkjörinn formaður Viðreisnar, telur grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld haldi áfram stuðningi við bændur. Hún ítrekar þó að ekki beri að stimpla núverandi kerfi sem fullkomið og að enn fremur gangi ekki að mjólkurframleiðsla fái undanþágu frá samkeppnislögum. Þorgerður Katrín var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag og ræddi þar stöðu landbúnaðarmála.Bætti í búvörusamning gegn því að farið yrði í raunhæfar breytingrAðspurð vildi Þorgerður Katrín ekki gangast við því að hafa stefnt að því að „rústa bændum í sauðfjárrækt“ í embætti landbúnaðarráðherra. „Finnst þér það virkilega þegar ég beiti mér fyrir því að koma með viðbót inn í tiltölulega nýgerðan búvörusamning? Og það er náttúrulega hróplegt að korteri eftir að búvörusamningurinn er gerður, sem vel að merkja Samfylkingin samþykkti líka, þá koma bændur til ríkisins og vilja fá til viðbótar. Þá hlýtur að vera eitthvað að.“Sjá einnig: Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Þá kvaðst hún hafa verið að bæta í þann samning sem búið var að gera. „Já, ég var að gera það, gegn því að við færum í raunhæfar breytingar á stuðningskerfi landbúnaðarins. Við horfumst í augu við vandamálið, færum að styðja við þá bændur sem væru raunverulega á fullu í greininni, unga bændur, við færum í það að svæðisbinda styrkina, það vildi bændaforystan ekki,“ sagði Þorgerður Katrín.Gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglurÞorgerður Katrín sagði enn fremur að reynt hefði verið að ná jafnvægi á framleiðslu í landbúnaði og gera úttekt á afurðastöðvum. Ekki þýddi þó að stimpla kerfið, sem nú væri við lýði, fullkomið. „Það er algjört grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld, og ég vona að hvaða flokkar sem það eru, við ætlum að halda áfram að styðja við bændur. En það þýðir ekki að við stimplum núverandi kerfi sem fullkomið, og það sama gildir til dæmis um mjólkurframleiðsluna,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagðist finna fyrir andstöðu nokkurra flokka á Alþingi við breytingar á því fyrirkomulagi en málið var áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs. „Það gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglur eða undanþágu frá samkeppnislögum. Ég finn fyrir miklum mótbyr af hálfu Sjálfstæðismanna við því að breyta því, af hálfu Framsóknarmanna og örugglega Miðflokksins líka.“Viðtal Heimis Más við þær Margréti Tryggvadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, má sjá í heild sinni hér að neðan.
Víglínan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30
Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30